Hoppandi hvalir í bakgarðinum og draumahúsið að veruleika Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2020 21:00 Listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack byggir einstaklega fallegt hús á Reykjanesi sem hefur fenigð nafnið Geopark Villa. Mynd - Ben Hardman „Það eru engin mörk og hafa aldrei verið en mér hefur alltaf fundist best að vinna þar sem ég bý. Stundum er það ákveðin áskorun, en þetta er allt einn suðupottur og mér finnst best að hafa hann bara á einum stað,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Vísi. Ilmvatnsmerkið ber nafn Andreu og eru ilmirnir seldir í 22 löndum í dag. Andrea hefur í gegnum tíðina fengið mikið lof fyrir einstakan stíl og er hún áberandi í hönnunar- og tískuheiminum á Íslandi sem og erlendis. Andrea og maður hennar, Gísli Sverrisson eru að byggja 300 fermetra hús á Reykjanesi sem verður bæði vinnustofa, sýningarsalur (showroom) og heimili fjölskyldunnar. Lóðin sjálf er 1300 fermetrar, með útsýni út á sjó og er staðsett í stórbrotinni náttúru. Grunnurinn kominn og ævintýrið rétt að byrja. Mynd - Ben Hardman Byrjaði allt sem hóteldraumur Húsið hefur fengið nafnið Geopark Villa en Andrea hefur verið dugleg að sýna frá framkvæmdum og hugmyndavinnu á samfélagsmiðlum sínum. „Reykjanesið er skráð á Unesco sem Global Geopark svo að mér fannst það liggja beinast við að nota nafnið Geopark Villa. Það er auðvitað einstakt í því samhengi að byggja á svona stað, enda finnst þeim erlendu aðilum sem koma að verkefninu það mjög merkilegt að geta byggt á stað sem er á skrá hjá Unesco.“ Hugmyndina segir Andrea hafa byrjað sem hótel hugmynd en hótelrekstur er starfsgrein sem hefur lengi loðað við móðurætt hennar í gegnum árin. „Ég var búin að vera að hugsa þetta lengi og setti þetta niður á visionboard hjá mér fyrir nokkrum árum. Þetta byrjaði sem hótel hugmynd en mig hefur alltaf langað til að eiga og reka lítið boutique hótel. Hótelrekstur er mér í blóð borin en afi minn í móðurætt starfaði sem hótelstjóri út um land allt en einnig hafa mamma og frænkur mínar unnið við hótelstörf á einhverjum tímapunkti.“ Andrea er mikið náttúrubarn og segir hún mosann hafa verið mikið aðdráttarafl. Mynd - Ben Hardman Í gegnum vinnu sína segist Andrea oft hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum samstarfsaðilum og erlendum fjölmiðlum um að fá að koma í heimsókn til Íslands og skoða vinnustofuna og landið. „Fólk langar að koma í heimsókn til Íslands og skyggnast bak við tjöldin og því fannst mér þetta góð hugmynd að sameina þetta allt á einum stað.“ Hannar viðarvegg í samstarfi við erlent parketfyrirtæki Hver sá um hönnunina á húsinu sjálfu? „Ég og maðurinn minn hönnuðum húsið og svo tók ég mikið að mér að sjá um innanhússhönnunina. Ég fékk til liðs við mig ýmsa aðila í samstarf en sá stærsti er ítalska hönnunarfyrirtækið Molteni C. Í þessu ferli fær myndlistamaðurinn í mér að njóta sín. Sem dæmi fékk ég franskt parketfyrirtæki sem heitir Oscarono í samstarf við mig til að gera stóran viðarvegg sem er innblásinn af ilmvatnsflöskunni minni.“ Sjávarútsýni efst á óskalistanum Þegar leitin að réttu staðsetningunni byrjaði segir Andrea að þau hafi fyrst og fremst leitað eftir svæði með sjávarútsýni. „Sjávarútsýni var efst á óskalistanum hjá okkur og við enduðum á því að finna þessa lóð í innri Njarðvík sem hentaði fullkomlega. Þar er mjög fallegt sjálvarútsýni og svo spillir mosinn, hraunið og allt þetta ótrúlega fallega landslag ekki fyrir. Ofan á það að geta verið nálægt flugvellinum. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það eru ekki mörg flug í augnablikinu en ég er vön því að ferðast mikið vegna vinnunnar minnar. Rétt hjá er einnig glænýtt skólahverfi fyrir drenginn okkar og það eiginlega seldi okkur þessa staðsetningu strax.“ Sólsetur séð frá Geopark Villa. Mynd - Ben Hardman Við hönnun hússins segir Andrea að þau geri ráð fyrir því að geta tekið á móti gestum og verður sérstakt rými í húsinu með góðri gestaaðstöðu. Hoppandi hvalir, norðurljós og bleikar sumarnætur „Húsið skiptist í stórt alrými fremst í húsinu en þar er eldhús, stofa og borðstofa sem við hugsum líka sem almennt rými þar sem við getum verið með viðburði og sýningarsal.“ Útisvæðið í Geopark Villa verður draumi líkast. Heit laug, gufa, útisturta og útiarinn. Mynd - Ben Hardman Þar er sjávarútsýnið einstakt og um daginn sáum við meira að segja hvali fyrir utan hjá okkur sem tóku nokkur góð stökk. Auðvitað vonumst við til þess að þeir geri það eftir pöntun. Alrýmið segir Andrea vera algjöran „Wow factor“ og þar muni gestaaðstaðan einnig vera staðsett. „Á hægri hlið hússins verður svo útisvæði sem ég er eiginlega mest spenntust fyrir. Þar verður heit laug, gufa, útisturta og stórt útisvæði þar sem hægt er að slappa af við útiarinn. Norðurljósin og bleiku sumarnæturnar verða dásamlegar þarna. Svo þegar veður leyfir, svona tvisvar á ári, haha! Þá getum við verið með útiviðburði þarna líka.“ Ferlið segir Andrea hafa gengið mjög vel þrátt fyrir flókna hönnun og framkvæmdir. Mynd - Ben Hardman Finnur þú fyrir miklum áhuga á Íslandi hjá erlendu samstarfsfólki? Já, ég hef alltaf fundið fyrir því frá því að ég byrjaði og mikið af samstarfsaðilum og fjölmiðlum komið að heimsækja okkur í gegnum tíðina. Í dag eru þeir flestir góðir vinir okkar. Það er nú þegar kominn langur listi af fólki sem vill koma og heimsækja okkur í villuna og búin að panta húsaskipti. Mun ekki sakna borgarlífsins Hvernig hafa framkvæmdirnar gengið hingað til? „Ótrúlega vel og við eum nokkurn veginn á áætlun. Ég hef voðalega mikið sett þetta í hendurnar á Gísla sem ég treysti 100% fyrir þessu öllu. En það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað þetta hefur gengið hratt fyrir sig miðað við flókna hönnun. Það er allt annað mál að steypa upp hús frá grunni heldur en að fara í einingar, en það gefur líka miklu meira af möguleikum.“ Andrea með syni sínum Hugo Gíslasyni sem er ársgamall. Mynd - Ben Hardman Andrea segist ekki hafa áhyggjur af því að hún muni sakna borgarlífsins og segir hún marga vini síni erlendis vera vanir þessari vegalengd í borgina. „Satt að segja fer ég mjög lítið í miðbæinn. Ég hafði séð fyrir mér að skjótast frekar um helgar til London, Milano eða París í staðinn fyrir að fara til Reykjavíkur en það var auðvitað fyrir heimsfaraldurinn.“ Mér fannst ein vinkona mín lýsa þessu best, þú býrð til þína eigin orku á þínum stað og getur svo stjórnað því vel hvaða og hvenær önnur orka kemur og fer. Framkvæmdirnar við húsið hafa gengið vonum framar og segir Andrea að stefnt sé að klára verkið í mars/apríl 2021. Mynd - Ben Hardman Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með hönnunarferlinu og sjá myndir af hugmyndavinnu og fleiru þá er bæði hægt fylgjast með á HEIMASÍÐU ANDREU MAACK og á INSTAGRAM GEOPARK-VILLA. Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Sjá meira
„Það eru engin mörk og hafa aldrei verið en mér hefur alltaf fundist best að vinna þar sem ég bý. Stundum er það ákveðin áskorun, en þetta er allt einn suðupottur og mér finnst best að hafa hann bara á einum stað,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Vísi. Ilmvatnsmerkið ber nafn Andreu og eru ilmirnir seldir í 22 löndum í dag. Andrea hefur í gegnum tíðina fengið mikið lof fyrir einstakan stíl og er hún áberandi í hönnunar- og tískuheiminum á Íslandi sem og erlendis. Andrea og maður hennar, Gísli Sverrisson eru að byggja 300 fermetra hús á Reykjanesi sem verður bæði vinnustofa, sýningarsalur (showroom) og heimili fjölskyldunnar. Lóðin sjálf er 1300 fermetrar, með útsýni út á sjó og er staðsett í stórbrotinni náttúru. Grunnurinn kominn og ævintýrið rétt að byrja. Mynd - Ben Hardman Byrjaði allt sem hóteldraumur Húsið hefur fengið nafnið Geopark Villa en Andrea hefur verið dugleg að sýna frá framkvæmdum og hugmyndavinnu á samfélagsmiðlum sínum. „Reykjanesið er skráð á Unesco sem Global Geopark svo að mér fannst það liggja beinast við að nota nafnið Geopark Villa. Það er auðvitað einstakt í því samhengi að byggja á svona stað, enda finnst þeim erlendu aðilum sem koma að verkefninu það mjög merkilegt að geta byggt á stað sem er á skrá hjá Unesco.“ Hugmyndina segir Andrea hafa byrjað sem hótel hugmynd en hótelrekstur er starfsgrein sem hefur lengi loðað við móðurætt hennar í gegnum árin. „Ég var búin að vera að hugsa þetta lengi og setti þetta niður á visionboard hjá mér fyrir nokkrum árum. Þetta byrjaði sem hótel hugmynd en mig hefur alltaf langað til að eiga og reka lítið boutique hótel. Hótelrekstur er mér í blóð borin en afi minn í móðurætt starfaði sem hótelstjóri út um land allt en einnig hafa mamma og frænkur mínar unnið við hótelstörf á einhverjum tímapunkti.“ Andrea er mikið náttúrubarn og segir hún mosann hafa verið mikið aðdráttarafl. Mynd - Ben Hardman Í gegnum vinnu sína segist Andrea oft hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum samstarfsaðilum og erlendum fjölmiðlum um að fá að koma í heimsókn til Íslands og skoða vinnustofuna og landið. „Fólk langar að koma í heimsókn til Íslands og skyggnast bak við tjöldin og því fannst mér þetta góð hugmynd að sameina þetta allt á einum stað.“ Hannar viðarvegg í samstarfi við erlent parketfyrirtæki Hver sá um hönnunina á húsinu sjálfu? „Ég og maðurinn minn hönnuðum húsið og svo tók ég mikið að mér að sjá um innanhússhönnunina. Ég fékk til liðs við mig ýmsa aðila í samstarf en sá stærsti er ítalska hönnunarfyrirtækið Molteni C. Í þessu ferli fær myndlistamaðurinn í mér að njóta sín. Sem dæmi fékk ég franskt parketfyrirtæki sem heitir Oscarono í samstarf við mig til að gera stóran viðarvegg sem er innblásinn af ilmvatnsflöskunni minni.“ Sjávarútsýni efst á óskalistanum Þegar leitin að réttu staðsetningunni byrjaði segir Andrea að þau hafi fyrst og fremst leitað eftir svæði með sjávarútsýni. „Sjávarútsýni var efst á óskalistanum hjá okkur og við enduðum á því að finna þessa lóð í innri Njarðvík sem hentaði fullkomlega. Þar er mjög fallegt sjálvarútsýni og svo spillir mosinn, hraunið og allt þetta ótrúlega fallega landslag ekki fyrir. Ofan á það að geta verið nálægt flugvellinum. Ég geri mér auðvitað grein fyrir því að það eru ekki mörg flug í augnablikinu en ég er vön því að ferðast mikið vegna vinnunnar minnar. Rétt hjá er einnig glænýtt skólahverfi fyrir drenginn okkar og það eiginlega seldi okkur þessa staðsetningu strax.“ Sólsetur séð frá Geopark Villa. Mynd - Ben Hardman Við hönnun hússins segir Andrea að þau geri ráð fyrir því að geta tekið á móti gestum og verður sérstakt rými í húsinu með góðri gestaaðstöðu. Hoppandi hvalir, norðurljós og bleikar sumarnætur „Húsið skiptist í stórt alrými fremst í húsinu en þar er eldhús, stofa og borðstofa sem við hugsum líka sem almennt rými þar sem við getum verið með viðburði og sýningarsal.“ Útisvæðið í Geopark Villa verður draumi líkast. Heit laug, gufa, útisturta og útiarinn. Mynd - Ben Hardman Þar er sjávarútsýnið einstakt og um daginn sáum við meira að segja hvali fyrir utan hjá okkur sem tóku nokkur góð stökk. Auðvitað vonumst við til þess að þeir geri það eftir pöntun. Alrýmið segir Andrea vera algjöran „Wow factor“ og þar muni gestaaðstaðan einnig vera staðsett. „Á hægri hlið hússins verður svo útisvæði sem ég er eiginlega mest spenntust fyrir. Þar verður heit laug, gufa, útisturta og stórt útisvæði þar sem hægt er að slappa af við útiarinn. Norðurljósin og bleiku sumarnæturnar verða dásamlegar þarna. Svo þegar veður leyfir, svona tvisvar á ári, haha! Þá getum við verið með útiviðburði þarna líka.“ Ferlið segir Andrea hafa gengið mjög vel þrátt fyrir flókna hönnun og framkvæmdir. Mynd - Ben Hardman Finnur þú fyrir miklum áhuga á Íslandi hjá erlendu samstarfsfólki? Já, ég hef alltaf fundið fyrir því frá því að ég byrjaði og mikið af samstarfsaðilum og fjölmiðlum komið að heimsækja okkur í gegnum tíðina. Í dag eru þeir flestir góðir vinir okkar. Það er nú þegar kominn langur listi af fólki sem vill koma og heimsækja okkur í villuna og búin að panta húsaskipti. Mun ekki sakna borgarlífsins Hvernig hafa framkvæmdirnar gengið hingað til? „Ótrúlega vel og við eum nokkurn veginn á áætlun. Ég hef voðalega mikið sett þetta í hendurnar á Gísla sem ég treysti 100% fyrir þessu öllu. En það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað þetta hefur gengið hratt fyrir sig miðað við flókna hönnun. Það er allt annað mál að steypa upp hús frá grunni heldur en að fara í einingar, en það gefur líka miklu meira af möguleikum.“ Andrea með syni sínum Hugo Gíslasyni sem er ársgamall. Mynd - Ben Hardman Andrea segist ekki hafa áhyggjur af því að hún muni sakna borgarlífsins og segir hún marga vini síni erlendis vera vanir þessari vegalengd í borgina. „Satt að segja fer ég mjög lítið í miðbæinn. Ég hafði séð fyrir mér að skjótast frekar um helgar til London, Milano eða París í staðinn fyrir að fara til Reykjavíkur en það var auðvitað fyrir heimsfaraldurinn.“ Mér fannst ein vinkona mín lýsa þessu best, þú býrð til þína eigin orku á þínum stað og getur svo stjórnað því vel hvaða og hvenær önnur orka kemur og fer. Framkvæmdirnar við húsið hafa gengið vonum framar og segir Andrea að stefnt sé að klára verkið í mars/apríl 2021. Mynd - Ben Hardman Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með hönnunarferlinu og sjá myndir af hugmyndavinnu og fleiru þá er bæði hægt fylgjast með á HEIMASÍÐU ANDREU MAACK og á INSTAGRAM GEOPARK-VILLA.
Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Sjá meira