Ný mönnunarstefna óskast! Sandra B. Franks skrifar 19. október 2020 12:01 Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan heilbrigðisþjónustunnar veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum og heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt. Ég tel því brýna nauðsyn á lágmarkskröfum um fagmönnun í heilbrigðisþjónustunni. Í dag er engin opinber stefna um faglega mönnun og einungis stuðst við óopinber viðmið frá Embætti landlæknis. Þetta hefur verið gagnrýnt af Ríkisendurskoðun og nýliðið fulltrúaþing Sjúkraliðafélagsins tók undir þá gagnrýni. Forgangsrétturinn tryggir gæði Um leið eru brýnir hagsmunir bæði sjúkraliða og sjúklinga að tryggja eins og kostur er að einungis löggiltir heilbrigðisstarfsmenn sem hafa til þess starfsleyfi veiti viðeigandi hjúkrunarþjónustu. Það er ein mikilvægasta trygging sjúklinga/heimilisfólks fyrir því að þjónustan sem þeim er veitt sé af viðunandi gæðum. Með hliðsjón af þessu sendi nýafstaðið fulltrúaþing frá sér skorinorða ályktun um að lögbundinn forgangsréttur sjúkraliða til sérstakra starfa á sviði hjúkrunar og umönnunar verði virtur í hvívetna. Ályktunin hefur þegar vakið verðskuldaðan áhuga og athygli. Aldraðir búi heima Fjölgun aldraðra mun kalla á enn fleiri menntaða sjúkraliða. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands verða 20% Íslendinga 65 ára og eldri á árinu 2035 og yfir 25% árið 2055. Háöldruðum fjölgar hraðast. Fjöldi þeirra hér á landi þrefaldaðist á síðustu þremur áratugum, og samkvæmt nýrri skýrslu mun hann tvöfaldast innan tveggja áratuga. Lykilatriði er að meðhöndla sjúklinga/aldraða á réttu þjónustustigi á hverjum tíma til að tryggja vellíðan þeirra og koma í veg fyrir sóun á fjármunum í kerfinu. Í því sambandi er mikilvægt að seinka eins og kostur er þörf aldraðra fyrir hjúkrunarþjónustu inni á hjúkrunarheimilum. Besta leiðin til þess er að efla markvisst þjónustu og stuðning við aldraða, og gera þeim kleift að búa heima eins lengi og þeir geta, og vilja. Þá leið hafa einmitt önnur Norðurlönd valið og verja til slíkrar þjónustu 8-15 sinnum hærra hlutfalli af landsframleiðslu en Íslendingar. Brýnt að fjölga sjúkraliðum Aukin heimahjúkrun og heimaþjónusta verða hins vegar ekki að veruleika nema sjúkraliðum fjölgi. Á þeim sviðum er þróunin alls ekki jákvæð. Samkvæmt nýju félagatali Sjúkraliðafélags Íslands eru 2169 sjúkraliðar starfandi í faginu. Á tíu ára tímabili hefur sjúkraliðum sem starfa við fagið fjölgað að meðaltali um aðeins 45 á ári. Um 45% félagsmanna eru 55 ára og eldri. Það er því viðbúið að árlega verði starfslok hjá um 100 sjúkraliðum næstu tíu árin sökum aldurs. Til að viðhalda nýliðun sjúkraliðastéttarinnar, og koma til móts við vaxandi þörf kerfisins fyrir framlag hennar þarf því að róa öllum árum að því að fjölga sjúkraliðum umtalsvert frá því sem nú er. Það verður einungis gert með hnitmiðuðu átaki stjórnvalda þar sem betri laun og bætt starfsumhverfi verða lykilþættir. Áskorun næstu ára Stjórnvöld verða að skilja að mönnun hjúkrunar og umönnunar verður ein stærsta áskorun heilbrigðiskerfisins á næstu árum. Við þurfum nýja, framsækna og framsýna mönnunarstefnu. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun