Órói á ritstjórn götublaðs eftir umfjöllun um son Biden Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 14:14 New York Post er í eigu News Corporation, fjölmiðlaveldisins sem Rupert Murdoch byggði upp. Vísir/Getty Starfsmenn bandaríska götublaðsins New York Post eru sumir sagðir fullir efasemda um trúverðugleika gagna og heimildarmanna umfjöllunar þess um son Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í síðustu viku. Blaðamaður sem skrifaði stóran hluta umfjöllunarinnar er sagður hafa neitað að skrifa sig fyrir greininni af þeim sökum. Nokkrar deilur hafa staðið um hvernig samfélagsmiðlafyrirtæki brugðust við deilingum á frétt New York Post um Hunter Biden, son fyrrverandi varaforsetans, í síðustu viku. Í henni var gefið sterklega í skyn að Biden eldri hefði notfært sér embætti sitt sem varaforseti til þess að hjálpa syni sínum að auðgast á viðskiptum í Úkraínu. Facebook og Twitter takmörkuðu eða stöðvuðu deilingar á fréttinni vegna áhyggna af trúverðugleika hennar. Donald Trump forseti og repúblikanar á þingi hafa hótað að grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlunum vegna þess sem þeir telja ritskoðun. Bandaríska alríkislögreglan er sögð rannsaka hvort tölvupóstar sem frétt New York Post byggðist á gætu verið hluti af upplýsingahernaði rússneskra stjórnvalda í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. Nú segir New York Times frá því að Bruce Golding, blaðamaður við New York Post, hafi ekki viljað láta merkja sig fyrir fréttinni þrátt fyrir að hann hefði skrifað hana að mestu leyti. Hann hafi haft áhyggjur af trúverðugleika fréttarinnar. Fréttin byggði á tölvupóstum og myndum sem eiga að hafa komið úr fartölvu Hunter Biden. Blaðamenn New York Post eru sagðir hafa efast um að blaðið hefði gert nóg til að staðfesta að gögnin væru ósvikin auk þess sem þeir settu spurningarmerki við trúverðugleika heimildarmanna og tímasetningu umfjöllunarinnar. Ritstjórar hafi beitt blaðamenn þrýstingi um að setja nafn sitt við fréttina. Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði New York Post fyrst frá tilvist harðs disks með póstum Hunters Biden en það var svo Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, sem lét blaðinu „afrit“ af honum í té. Giuliani hefur ekki viljað leyfa öðrum fjölmiðlum að fara yfir frumgögnin. Hann segir New York Times að hann hafi valið Post vegna þess að „annað hvort hefði enginn annar tekið við honum eða ef þeir hefðu skoðað hann hefðu þeir eytt öllum tímanum í að hrekja hann áður en þeir birtu það“. Bandaríska leyniþjónustan er sögð hafa varað Hvíta húsið við því í fyrra að útsendarar rússneskra stjórnvalda notfærðu sér Giuliani til að halda fölskum upplýsingum að Trump forseta. Standa við fréttina Heimildarmenn Times á ritstjórn Post segja að í það minnsta einn blaðamaður til viðbótar hafi neita að leggja nafn sitt við umfjöllunina um Biden-feðgana. Annar tveggja blaðamanna sem var skráður fyrir fréttinni er sagður hafa haft lítið sem ekkert með vinnslu fréttarinnar að gera. Hann hafi aðeins frétt af því að hann væri skráður fyrir fréttinni eftir að hún var birt. Emma-Jo Morris, aðstoðarritstjóri stjórnmálaumfjöllunar New York Post, var einnig skrifuð fyrir fréttinni. Hún hafði aldrei áður verið skráð fyrir frétt en hún var aðstoðarframleiðandi sjónvarpsþáttar Sean Hannity, náins bandamanns Trump forseta, á Fox-sjónvarpsstöðinni, þar til í apríl. Á Instagram-síðu sinni birti hún myndir af sér með ýmsum úr nánasta hring Trump, þar á meðal Söruh Huckabee Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúa Hvíta hússins, Bannon, og Roger Stone, vini Trump sem forsetinn náðaði fyrr á þessu ári. New York Post segist standa við fréttina þó að aðrir fjölmiðlar hafi ekki getað staðfest efni hennar. Colin Allan, aðalritstjóri blaðsins, segir að æðstu stjórnendur þess hafi tekið ákvörðun um að birta fréttina eftir nokkurra daga vinnu við að ganga úr skugga um að hún ætti við rök að styðjast. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. 16. október 2020 23:31 Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. 15. október 2020 18:07 Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Starfsmenn bandaríska götublaðsins New York Post eru sumir sagðir fullir efasemda um trúverðugleika gagna og heimildarmanna umfjöllunar þess um son Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, í síðustu viku. Blaðamaður sem skrifaði stóran hluta umfjöllunarinnar er sagður hafa neitað að skrifa sig fyrir greininni af þeim sökum. Nokkrar deilur hafa staðið um hvernig samfélagsmiðlafyrirtæki brugðust við deilingum á frétt New York Post um Hunter Biden, son fyrrverandi varaforsetans, í síðustu viku. Í henni var gefið sterklega í skyn að Biden eldri hefði notfært sér embætti sitt sem varaforseti til þess að hjálpa syni sínum að auðgast á viðskiptum í Úkraínu. Facebook og Twitter takmörkuðu eða stöðvuðu deilingar á fréttinni vegna áhyggna af trúverðugleika hennar. Donald Trump forseti og repúblikanar á þingi hafa hótað að grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlunum vegna þess sem þeir telja ritskoðun. Bandaríska alríkislögreglan er sögð rannsaka hvort tölvupóstar sem frétt New York Post byggðist á gætu verið hluti af upplýsingahernaði rússneskra stjórnvalda í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. Nú segir New York Times frá því að Bruce Golding, blaðamaður við New York Post, hafi ekki viljað láta merkja sig fyrir fréttinni þrátt fyrir að hann hefði skrifað hana að mestu leyti. Hann hafi haft áhyggjur af trúverðugleika fréttarinnar. Fréttin byggði á tölvupóstum og myndum sem eiga að hafa komið úr fartölvu Hunter Biden. Blaðamenn New York Post eru sagðir hafa efast um að blaðið hefði gert nóg til að staðfesta að gögnin væru ósvikin auk þess sem þeir settu spurningarmerki við trúverðugleika heimildarmanna og tímasetningu umfjöllunarinnar. Ritstjórar hafi beitt blaðamenn þrýstingi um að setja nafn sitt við fréttina. Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði New York Post fyrst frá tilvist harðs disks með póstum Hunters Biden en það var svo Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður forsetans, sem lét blaðinu „afrit“ af honum í té. Giuliani hefur ekki viljað leyfa öðrum fjölmiðlum að fara yfir frumgögnin. Hann segir New York Times að hann hafi valið Post vegna þess að „annað hvort hefði enginn annar tekið við honum eða ef þeir hefðu skoðað hann hefðu þeir eytt öllum tímanum í að hrekja hann áður en þeir birtu það“. Bandaríska leyniþjónustan er sögð hafa varað Hvíta húsið við því í fyrra að útsendarar rússneskra stjórnvalda notfærðu sér Giuliani til að halda fölskum upplýsingum að Trump forseta. Standa við fréttina Heimildarmenn Times á ritstjórn Post segja að í það minnsta einn blaðamaður til viðbótar hafi neita að leggja nafn sitt við umfjöllunina um Biden-feðgana. Annar tveggja blaðamanna sem var skráður fyrir fréttinni er sagður hafa haft lítið sem ekkert með vinnslu fréttarinnar að gera. Hann hafi aðeins frétt af því að hann væri skráður fyrir fréttinni eftir að hún var birt. Emma-Jo Morris, aðstoðarritstjóri stjórnmálaumfjöllunar New York Post, var einnig skrifuð fyrir fréttinni. Hún hafði aldrei áður verið skráð fyrir frétt en hún var aðstoðarframleiðandi sjónvarpsþáttar Sean Hannity, náins bandamanns Trump forseta, á Fox-sjónvarpsstöðinni, þar til í apríl. Á Instagram-síðu sinni birti hún myndir af sér með ýmsum úr nánasta hring Trump, þar á meðal Söruh Huckabee Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúa Hvíta hússins, Bannon, og Roger Stone, vini Trump sem forsetinn náðaði fyrr á þessu ári. New York Post segist standa við fréttina þó að aðrir fjölmiðlar hafi ekki getað staðfest efni hennar. Colin Allan, aðalritstjóri blaðsins, segir að æðstu stjórnendur þess hafi tekið ákvörðun um að birta fréttina eftir nokkurra daga vinnu við að ganga úr skugga um að hún ætti við rök að styðjast.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. 16. október 2020 23:31 Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24 Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. 15. október 2020 18:07 Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rannsaka hvort tölvupóstar séu hluti af upplýsingahernaði Rússa Bandaríska alríkislögreglan FBI er sögð rannsaka hvort að tölvupóstar sem persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta lét götublaði í té séu hluti af upplýsingahernaði Rússa í aðdraganda kosninga í næsta mánuði. 16. október 2020 23:31
Vöruðu Hvíta húsið við því að Rússar væru að nota Giuliani Leyniþjónustur Bandaríkjanna vöruðu Hvíta húsið við því í fyrra að ráðamenn í Rússlandi væru að nota Rudy Giuliani, einkalögmann Donald Trump, forseta, til að miðla fölskum upplýsingum og áróðri til forsetans. 16. október 2020 09:24
Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. 15. október 2020 18:07
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14