Slökkva á hljóðnemum Trumps og Bidens í kappræðunum á fimmtudag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2020 07:48 Trump og Biden sjást hér í kappræðunum í lok september. Epa/Jim Lo Scalzo Kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden keppinautar hans í forsetakosningunum fara fram á fimmtudaginn kemur. Þær verða með öðru sniði en fyrri kappræðurnar í síðasta mánuði. Þá eyddu frambjóðendurnir, og þá sérstaklega Trump, miklu púðri í að grípa fram í fyrir hvorum öðrum þannig á stundum heyrðust ekki orðaskil. Úr þessu verður nú bætt þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að slökkva á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki er með orðið. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Ósáttur við að ekki eigi að ræða utanríkismál Tvær vikur er nú til kosninga og eru kappræðurnar þær síðustu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast. Forsetinn hefur tjáð sig um það að slökkt verði á hljóðnemunum á fimmtudag. Hann segist ætla að taka þátt, þótt honum hugnist ekki nýju reglurnar, enda séu þær afar ósanngjarnar. Þá hefur kosningateymi Trump einnig gagnrýnt að ekki eigi að ræða utanríkismál í kappræðunum. Það hjálpi Biden að ræða það ekki. Teymi Bidens skaut til baka og sagði Trump vera að reyna að koma sér undan því að svara spurningum um viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Kappræður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joes Biden keppinautar hans í forsetakosningunum fara fram á fimmtudaginn kemur. Þær verða með öðru sniði en fyrri kappræðurnar í síðasta mánuði. Þá eyddu frambjóðendurnir, og þá sérstaklega Trump, miklu púðri í að grípa fram í fyrir hvorum öðrum þannig á stundum heyrðust ekki orðaskil. Úr þessu verður nú bætt þar sem tekin hefur verið ákvörðun um að slökkva á hljóðnema þess frambjóðanda sem ekki er með orðið. Kappræðurnar fara fram í Nashville í Tennessee og hefðu átt að vera númer þrjú í röðinni. Einum viðburðanna þurfti þó að fresta í kjölfar þess að Bandaríkjaforseti smitaðist af Covid-19. Kappræðurnar áttu að fara fram rafrænt en Trump harðneitaði að taka þátt í þeim. Ósáttur við að ekki eigi að ræða utanríkismál Tvær vikur er nú til kosninga og eru kappræðurnar þær síðustu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast. Forsetinn hefur tjáð sig um það að slökkt verði á hljóðnemunum á fimmtudag. Hann segist ætla að taka þátt, þótt honum hugnist ekki nýju reglurnar, enda séu þær afar ósanngjarnar. Þá hefur kosningateymi Trump einnig gagnrýnt að ekki eigi að ræða utanríkismál í kappræðunum. Það hjálpi Biden að ræða það ekki. Teymi Bidens skaut til baka og sagði Trump vera að reyna að koma sér undan því að svara spurningum um viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Þau málefni sem fréttamaður NBC og stjórnandi kappræðnanna, Kristen Welker, mun ræða við þá Trump og Biden eru bandarískar fjölskyldur, kynþættir í Bandaríkjunum, loftslagsbreytingar, þjóðaröryggi og leiðtogahæfni.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira