Veginum um Djúpavatnsleið á Reykjanesi, nærri upptökum skjálfta sem orðið hafa síðdegis, hefur verið lokað vegna grjótfalls. Þetta segir Jóhann K. Jóhannsson upplýsingafulltrúi Almannavarna í samtali við Vísi.
Lokunina má sjá á korti Vegagerðarinnar að ofan en hún mun að sögn Jóhanns vera í um þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá Krýsuvíkurvegi, númer 42 á kortinu.
Talsvert grjót hefur fallið úr hlíðinni og niður á veginn að sögn Jóhanns.