Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 09:31 Marcus Rashford fagnaði sigri gegn PSG á þriðjudagskvöld en harmaði í gær tap í baráttunni fyrir bættum kjörum barna í Englandi. Getty/Xavier Laine Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford. Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. Málið hefur verið enska landsliðsframherjanum mikið hjartans mál en hann ólst sjálfur upp við fátækt í Wythenshawe í Manchester. Hann hefur barist fyrir því að börn sem minna mega sín búi ekki við sult, og vann stóran sigur í þeirri baráttu í sumar, en ekki að þessu sinni. One to remember next time they pop up on TV claiming to care about our kids. Just like they did when they wanted them back at school. @DailyMirror pic.twitter.com/X4xc0F0D4y— Darren Lewis (@MirrorDarren) October 22, 2020 Þegar skólum var lokað í vor vegna kórónuveirufaraldursins fengu fjölskyldur matarmiða til að geta fengið fríar máltíðir, og þannig var það áfram í sumar eftir að stjórnvöld sneru fyrri ákvörðun sinni í kjölfar baráttu Rashfords. Þeirri hugmynd að 1,4 milljón barna, sem talin eru hjálpar þurfi í Englandi, fengju 15 punda matarmiða á viku þegar skólastarf lægi niður, fram að páskum 2021, var hins vegar hafnað í gær. Rashford tjáði sig um málið á Twitter: „Horfum framhjá öllum hávaðanum, skotunum, flokkapólitíkinn og einbeitum okkur að raunveruleikanum. Umtalsverður fjöldi barna fer í háttinn í kvöld ekki bara svöng heldur með þá tilfinningu að þau skipti ekki máli, eftir þau ummæli sem hafa fallið í dag,“ skrifaði Rashford, sólarhring eftir að hann skoraði sigurmark Manchester United gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Rashford sagði málið snúast um mannúð. „Ég er ekki með sömu menntun og stjórnmálamenn, eins og margir hafa bent á á Twitter, en ég hef félagslegu reynsluna af því að vera í þessum aðstæðum og að hafa varið tíma með fjölskyldum og börnum sem verða verst fyrir barðinu á þessu. Þessi börn skipta máli,“ skrifaði Rashford.
Enski boltinn Tengdar fréttir Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56 Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45 Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Aftur höfðu lærisveinar Solskjærs betur gegn PSG Manchester United sótti góð þrjú stig til Frakklands er liðið vann 2-1 sigur á PSG í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þetta tímabilið. 20. október 2020 20:56
Rashford fékk heiðursorðu drottningar Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, var meðal þeirra sem hlutu heiðursorðu Bretlandsdrottningar. 10. október 2020 13:45
Rashford heldur áfram baráttunni gegn fátækt og matarskorti barna Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford er hvergi nærri hættur baráttu sinni gegn fátækt og matarskorti barna í Englandi. 2. september 2020 07:00