Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2020 10:21 Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís. Matís Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss. Var Sveini gefið að sök að hafa selt kjötið á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Ákæran var þingfest í nóvember í fyrra og fór aðalmeðferð í málinu fram í september síðastliðnum. Ákæruvaldið krafðist þess að Sveinn yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Sveinn neitaði ávallt sök í málinu og krafðist sýknu. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms byggðist sú krafa hans aðallega á því að sú háttsemi sem lýst væri í ákæru varðaði ekki við þau lagaákvæði sem kæmu fram í ákæru. Því tæki refsiheimildin ekki til þeirrar háttsemi sem ákært var fyrir. Þá byggði Sveinn jafnframt á því að ósannað væri að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Þannig lægi ekkert fyrir um það hvaðan kjötið kom sem selt var á bændamarkaðnum. Héraðsdómur féllst á það með Sveini að það ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir sem hann var ákærður fyrir að brjóta tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða: „Sú háttsemi að selja eða dreifa afurðum af gripum sem slátrað var í sláturhúsi sem ekki hafði starfsleyfi eða samkvæmt núgildandi lögum, sláturhúsi sem ekki hefur löggildingu er, hvorki í lögum 96/1997 né í lögum nr. 93/1995 um matvæli lýst refsiverð. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði refsiábyrgðar að háttsemi ákærða sé lýst refsinæmri í lögum og verður ákærði því sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins,“ segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra sem lesa má í heild sinni hér. Mjög mikilvægt að regluverkið verði skýrt til fullnustu Sveinn ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var meðal annars spurður að því hvort dómurinn þýddi þá að það sé löglegt að selja af heimaslátruðu dýri. Sveinn svaraði því til að hann væri ekki lögmaður en mjög mikilvægt væri að þessari spurningu yrði svarað. „Og þá regluumhverfið skýrt til fullnustu þannig að bændur og aðrir frumkvöðlar í landbúnaði, því að bændur eru auðvitað fyrst og fremst frumkvöðlar, þetta eru atvinnurekendur sem eru að sinna eigin atvinnurekstri og eiga að hafa tækifæri til þess að stunda nýsköpun og á sama hátt eiga neytendur að hafa tækifæri til þess að velja þá vöru sem þeir vilja,“ sagði Sveinn. Það var Matvælastofnun (MAST) sem fór þess á leit við lögregluna í nóvember 2018 að rannsókn yrði hafin á meintu broti Sveins. Hann var þá forstjóri Matís en var látinn fara um þremur vikum seinna. Vísaði stjórn Matís til trúnaðarbrests á milli stjórnar og forstjóra. Í Bítinu í morgun var Sveinn beðinn um að rifja það upp hvers vegna hann var látinn fara frá Matís. „Ég hef nú aldrei almennilega vitað hvað ég gerði í því samhengi. Ég veit að ég var að sinna mínu hlutverki að því er ég taldi, meðal annars að hjálpa bændum að auka verðmæti og það var það sem málið snerist um allan tímann,“ sagði Sveinn. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landbúnaður Dómsmál Lögreglumál Skagafjörður Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira