Klopp bað Fabinho að taka við leiðtogahlutverkinu í fjarveru „besta varnarmanns heims“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. október 2020 20:01 Fabinho og Klopp í stuði. Jason Cairnduff - Pool/Getty Images Fabinho, miðjumaður Liverpool, hefur greint frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi komið að máli við Brassann fyrir Ajax leikinn í Meistaradeildinni. Klopp hafi beðið hann um að taka að sér enn stærra leiðtogahlutverk í fjarveru Virgils Van Dijk. Hinn 26 ára gamli Fabinho spilaði í miðri vörninni gegn Ajax í gær og spilaði þar við hlið Joe Gomez en Virgil van Dijk sleit krossband í grannaslagnum gegn Everton um helgina og verður lengi frá. Fabinho átti frábæran leik miðverðinum og bjargaði meðal annars á meistaralegan hátt undir lok fyrri hálfleiks er hann bjargaði á marklínu frá Dusan Tadic. „Taktísklega séð þá verð ég að vera tilbúinn fyrir löngu boltana og að reyna skipuleggja liðið. Þetta er ekki auðvelt en ég þarf að taka við því sem Virgil vanalega gerir; að tala mikið og vera leiðtoginn,“ sagði Fabinho. .@_fabinhotavares: When I heard Virgil was out for a long time, it was a little bit of a shock. First of all, I think he's the best defender in the world. And he's a leader on the team.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/PrWwChz4KO— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2020 „Auðvitað er ég ekki varnarmaður en ég reyni mitt besta. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig og fyrir liðið að halda hreinu upp á sjálfstraustið. Stjórinn bað mig um að tala mikið við liðið og skipuleggja það.“ „Ég reyndi mitt besta í þessu hlutverki. Þegar ég heyrði að Virgil yrði lengi frá var ég í smá áfalli. Mér finnst hann besti varnarmaður í heimi og hann er leiðtoginn í liðinu og í klefanum. Hann heldur húmornum uppi og það er góð stemning. Við munum sakna hans en verðum að halda áfram og vinna leiki fyrir hann,“ sagði Fabinho. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Liverpool liðið slapp heldur betur með skrekkinn á 44. mínútu í sigrinum á Ajax í gær. 22. október 2020 14:05 Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Fabinho, miðjumaður Liverpool, hefur greint frá því að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafi komið að máli við Brassann fyrir Ajax leikinn í Meistaradeildinni. Klopp hafi beðið hann um að taka að sér enn stærra leiðtogahlutverk í fjarveru Virgils Van Dijk. Hinn 26 ára gamli Fabinho spilaði í miðri vörninni gegn Ajax í gær og spilaði þar við hlið Joe Gomez en Virgil van Dijk sleit krossband í grannaslagnum gegn Everton um helgina og verður lengi frá. Fabinho átti frábæran leik miðverðinum og bjargaði meðal annars á meistaralegan hátt undir lok fyrri hálfleiks er hann bjargaði á marklínu frá Dusan Tadic. „Taktísklega séð þá verð ég að vera tilbúinn fyrir löngu boltana og að reyna skipuleggja liðið. Þetta er ekki auðvelt en ég þarf að taka við því sem Virgil vanalega gerir; að tala mikið og vera leiðtoginn,“ sagði Fabinho. .@_fabinhotavares: When I heard Virgil was out for a long time, it was a little bit of a shock. First of all, I think he's the best defender in the world. And he's a leader on the team.(@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/PrWwChz4KO— Viaplay Fotball (@ViaplayFotball) October 21, 2020 „Auðvitað er ég ekki varnarmaður en ég reyni mitt besta. Þetta var mjög mikilvægt fyrir mig og fyrir liðið að halda hreinu upp á sjálfstraustið. Stjórinn bað mig um að tala mikið við liðið og skipuleggja það.“ „Ég reyndi mitt besta í þessu hlutverki. Þegar ég heyrði að Virgil yrði lengi frá var ég í smá áfalli. Mér finnst hann besti varnarmaður í heimi og hann er leiðtoginn í liðinu og í klefanum. Hann heldur húmornum uppi og það er góð stemning. Við munum sakna hans en verðum að halda áfram og vinna leiki fyrir hann,“ sagði Fabinho.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Liverpool liðið slapp heldur betur með skrekkinn á 44. mínútu í sigrinum á Ajax í gær. 22. október 2020 14:05 Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Sjáðu hvernig Fabinho bjargaði Liverpool á marklínunni í Amsterdam í gær Liverpool liðið slapp heldur betur með skrekkinn á 44. mínútu í sigrinum á Ajax í gær. 22. október 2020 14:05
Sjáðu sigurmark Liverpool, aukaspyrnu Gündogans og markasúpuna í Bæjaralandi Liverpool, Manchester City og Bayern Munchen byrja öll Meistaradeildina vel í ár en öll unnu þau leiki sína í 1. umferð riðlakeppninnar í gærkvöldi. 22. október 2020 07:01