Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2020 04:30 Trump og Biden á kappræðusviðinu í Nashville í nótt. AP/Morry Gash Kórónuveirufaraldurinn og efnahagsmál voru efst á baugi í síðustu kappræðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í nótt. Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur. Skoðanakannanir hafa dregið upp dökka mynd af horfum Trump forseta um margra vikna skeið. Í mörgum þeirra hefur Biden mælst með um og yfir tíu prósentustiga forskot á Trump á landsvísu en minna í lykilríkjum sem ráða líklega mestu um úrslitin. Í því ljósi voru kappræðurnar í nótt taldar eitt síðasta stóra tækifæri Trump til þess að snúa spilinu sér í vil, annað hvort með því að etja Biden út í mistök eða með því að færa fram ný skilaboð sem gætu höfðað til kjósenda. Hvorugt virðist í fljótu bragði hafa gerst. Trump hélt áfram að reyna að spyrða Biden saman við róttækustu fulltrúa Demókrataflokksins og stefnumál þeirra í bland við óljósar spillingarásakanir. Á meðan hélt Biden áfram að berja á Trump fyrir viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum sem hefur nú kostað fleiri en 220.000 manns lífið í Bandaríkjunum. Neðst í fréttinni er bein textalýsing Vísis á kappræðunum í nótt. Rólegri kappræður með lokað fyrir hljóðnemana Kappræðurnar fóru fram í Nashville í Tennessee undir stjórn Kirsten Welker, fréttakonu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Sá háttur var hafður á að þessu sinni að slökkt var á hljóðnema annars frambjóðandans á meðan hinn talaði ótruflað í tvær mínútur við upphaf sex fimmtán mínútna langra kafla um einstök málefni. Gripið var til þess ráðs eftir að fyrri kappræðurnar leystust upp í glundroða vegna sífelldra frammíkalla frá fyrst og fremst Trump. Sú ráðstöfun virtist bera árangur og voru kappræðurnar á ýmsan hátt málefnalegri en þær fyrri, að minnsta kosti hvað anda þeirra varðaði. Gripu frambjóðendurnir mun minna fram í fyrir hvor öðrum og skiptust á að halda framsögu um afstöðu sína til málefna eins og faraldursins, samskipta kynþáttanna, loftslagsmála og þjóðaröryggis. Þess á milli gerði Welker sitt besta til að skakka leikinn þegar frambjóðendurnir hófu að munnhöggvast. Trump virtist framan af hafa tónað niður framkomu sína frá fyrir kappræðunum og talaði hann af meiri yfirvegun og ró. Það breyttist þó eftir því sem á leið kvöldið og hélt forsetinn upp hörðum árásum á Biden, oft án mikil samhengis. Biden gekk að mestu vel í að halda ró sinni undir atlögum forsetans en krafðist þess nokkrum sinnum að fá að svara ásökunum af nokkurri ákveðni. Daniel Dale, staðreyndavaktari CNN-fréttastöðvarinnar, segir að Biden hafi aftur farið með einhver ósannindi eða sett fram misvísandi eða samhengislausar fullyrðingar. Trump hafi að venju verið „raðlygari“. Biden was again imperfect from a fact check perspective. He made at least a few false, misleading, or lacking-in-context claims. Trump was, as usual, a serial liar.— Daniel Dale (@ddale8) October 23, 2020 Sakaði Trump um að hafa enga áætlun um faraldurinn Frambjóðendurnir drógu upp gerólíka mynd af kórónuveirufaraldrinum. Trump, sem kom grímulaus út á kappræðusviðið, hélt því fram sem fyrr að faraldurinn væri í rénun þrátt fyrir að tölur um smitaða bendi til annars. Sagði hann nauðsynlegt að opna samfélagið aftur, þar á meðal skóla. Biden varaði á móti við því að „myrkur vetur“ væri í vændum þar sem sérfræðingar spáðu því að allt að 200.000 manns til viðbótar gætu látið lífið. Deildi hann hart á Trump fyrir að hafa enga áætlun um hvernig ætti að taka á faraldrinum og að hafa neita að axla ábyrgð á honum. Sjálfur lagði Biden áherslu á mikilvægi þess að fólk notaði grímur, bætta skimun og tilmæli um hvernig fyrirtæki og stofnanir um landið allt gætu opnað aftur á öruggan hátt. „Ég sé um þetta, ég bind enda á þetta, ég tryggi að við verðum með áætlun,“ sagði Biden. Trump kom öllum á óvart, þar á meðal Welker umræðustjóra, með því að fullyrða að bóluefni væri væntanlegt eftir aðeins nokkrar vikur. Þegar Welker gekk á hann með þá tímasetningu sagði forsetinn hana ekki fasta í hendi. Hæddist Trump að Biden fyrir að virða sóttvarnareglur og að hann færi helst ekki úr kjallaranum á húsi sínu í Delware. „Við getum ekki læst okkur inni í kjallaranum eins og Joe gerir,“ sagði Trump. Á sama tíma væri þjóðin að læra meira um faraldurinn og hvernig hún gæti lifað með honum. Biden hafnaði því og sagði þjóðina þvert á móti læra að „deyja með faraldrinum“. Málsvörn Trump fyrir viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við faraldrinum var nánast að öllu leyti sú sama og frá upphafi hans. Nálgunin hefur ekki hjálpað honum og fylgi tapast til Biden undanfarna mánuði. Forsetinn kenndi Kína um að hafa látið veiruna sleppa út og sakaði Biden um að hafa verið á móti ferðatakmörkunum á Kína í vetur. Gagnrýndi hann aftur Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðing ríkisstjórnarinnar, fyrir að hafa í blábyrjun faraldursins efast um gagnsemi gríma áður en hann skipti um skoðun. Forsetinn hamraði á mikilvægi þess að samfélagið yrði opnað til að reisa efnahaginn við en skýrði aldrei hvað hann vildi gera til að halda aftur af faraldrinum. Gaf það Biden sóknarfæri til að saka Trump um að hafa enga áætlun gegn Covid-19. Báðir lýstu þeir sig fylgjandi frekari efnahagsinnspýtingu til að vinna gegn áhrifum faraldursins en greindi þá á um hver bæri ábyrgð á að samkomulag hafi enn ekki náðst um slíkan aðgerðapakka á þingi. Kylfingurinn John Daly (t.v.) og rokkarinn Kid Rock (t.h) voru á meðal þeirra fáu áhorfenda sem voru í kappræðusalnum í nótt. Báðir eru þeir stuðningsmenn Trump forseta.AP/Julio Cortez Ítrekaði órökstuddar spillingarásakanir Rauður þráður í gagnrýni Trump á Biden var að fyrrverandi varaforsetinn væri atvinnustjórnmálamaður til áratuga sem hefði ekki áorkað neinu í embætti. Spurði hann Biden ítrekað hvers vegna hann hefði ekki hrint öllu því í framkvæmd sem hann lofaði að gera ef hann væri kjörinn nú fyrir fjórum árum þegar hann var í ríkisstjórn. „Þú talar bara en gerir ekkert,“ sagði Trump. “Everyone should have the right to affordable healthcare”Biden says “Bidencare is going to save people’s lives”Trump responds “he was there for 47 years… he didn’t do anything”#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/4BNfHubDPQ— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Á móti reyndi Biden að stilla sér upp sem andstæðu Trump, heiðvirðum og góðum manni sem sæi ekki landsmenn og ríkin með flokkspólitískum augum. Sú gagnrýni kom í kjölfar ítrekaðra árása Trump á ríki sem ríkisstjórar Demókrata stýra. Lýsti forsetinn New York meðal annars sem „draugaborg“ vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda þar. Biden sagðist ætla að vera forseti allra landsmanna, sama hvern þeir kusu. Eftir að hafa haft sig hægari en í fyrri kappræðunum framan af hljóp Trump kapp í kinn þegar hann byrjaði að bera á Biden órökstuddar sakir um spillingu í embætti varaforseta sem honum hafa verið hugleiknar undanfarna daga. Sakaði forsetinn Biden þannig ítrekað en óljóst um að hafa þegið milljónir dollara frá löndum eins og Úkraínu, Rússlandi og Kína þegar hann var varaforseti. Sagði Trump ýmist að það hefði verið Biden eða „fjölskylda þín“ sem hefði „fengið“ peninga frá ríkjunum. Svo virtist sem að sú gagnrýni tengist ásökunum Trump og bandamanna hans um að Hunter Biden, sonur frambjóðandans, hafi auðgast á viðskiptum erlendis í varaforsetatíð föður hans. Fullyrða þeir að Biden hafi á einhvern hátt beitt sér sem varaforseti með hagsmuni sonar síns í huga. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að Biden hafi gert það og þingnefnd sem Repúblikanar stýra fann engar vísbendingar um lögbrot eða misferli af hálfu þáverandi varaforsetans í síðasta mánuði. Ásakanirnar skýrði Trump aldrei skilmerkilega í kappræðunum þannig að aðeins þeir sem hafa fylgst ítarlega með fréttaflutningi fjölmiðla sem eru hliðhollir Trump undanfarna daga gátu fylgt því í hvað forsetinn væri að vísa. Biden hafnaði ásökunum Trump afdráttarlaust og sagðist aldrei hafa þegið „einn einasta aur“ frá erlendu ríki og benti á að Trump hefði, ólíkt sér, aldrei birt skattskýrslur sínar. Spurði hann Trump hvað hann hefði að fela. „Birtu skattskýrslurnar þínar eða hættu að tala um spillingu,“ skaut Biden á forsetann sem virtist lofa því að gera það í fyrsta skipti. Trump talaði einnig um að hann hefði „forgreitt“ skatta. "What are you hiding?" Biden says "I have not taken a penny from any foreign source ever in my life"Trump replies "I pre-paid millions of millions of dollars" in tax#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/fntpEJp8de— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Tókust á um heilbrigðismál Heilbrigðismál voru eitt stærsta málið hjá kjósendum í þingkosningunum fyrir tveimur árum þar sem Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump fullyrti fullum fetum í kappræðunum að hann vildi koma Obamacare, sjúkratryggingalögunum sem voru sett þegar Biden var varaforseti, fyrir kattarnef. Hann hefði þegar útvatnað lögin og endanleg örlög þess væru nú í höndum dómstóla. Í staðinn vildi hann setja nýja og „fallega“ áætlun í heilbrigðismálum. Biden sótti að Trump fyrir það og fullyrti að afnám Obamacare yrði til þess að milljónir Bandaríkjamanna misstu aðgang að heilbrigðisþjónustu í miðjum faraldri. Benti hann á að þrátt fyrir ítrekuð loforð Trump um nýja heilbrigðisáætlun í stað Obamacare hafi ekkert gerst. Varði Biden eigin áætlun gegn ásökunum Trump um að hún væri „sósíalísk“. Trump og framboð hans hafa ítrekað reynt að herma stefnumál annarra og róttækari demókrata upp á Biden sem þykir á miðjunni innan Demókrataflokksins. „Hann heldur að hann sé í framboði gegn einhverjum öðrum. Ég vann allt þetta fólk,“ sagði Biden um mótframbjóðendur sínar í forvali Demókrataflokksins en Trump gagnrýndi meðal annars Bernie Sanders, einn róttækasta frambjóðandann í nótt. Kristen Welker frá NBC stýrði kappræðunum.AP/Morry Gash „Hver byggði búrin, Joe?“ Í innflytjendamálum var umræða um fjölskylduaðskilnaðarstefnu Trump fyrirferðarmikil. Í vikunni bárust fréttir af því að bandarískum yfirvöldum hafi ekki tekist að hafa uppi á foreldrum á sjötta hundrað barna eftir að þau stíuðu þeim í sundur á landamærunum að Mexíkó. Trump vék sér undan að svara beint fyrir hvernig ætti að sameina fjölskyldurnar og sagði aðeins stuttlega að hann ynni „hörðum höndum“ að lausn. Reyndi hann að bendla ríkisstjórn Obama og Trump við að börn innflytjenda hefðu verið sett í búr eftir að þau voru tekin af foreldrum sínum. „Hver byggði búrin, Joe?“ spurði Trump ítrekað. Í tíð Obama og Biden voru börn skilin frá innflytjendum sem voru handteknir fyrir glæpi. Eftir að Trump tók við lét hann dómsmálaráðuneyti sitt taka upp stefnu um að handtaka alla innflytjendur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna til þess að fæla aðra frá því að reyna að komast inn í landið. Það leiddi til þess að þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum. Aðskilnaðarstefnan vakti mikla hneykslan eftir að fréttir tókust að berast út um hana sumarið 2018. Þegar talið barst að loftslagsbreytingum talaði Trump um mikilvægi efnahagslífsins en fullyrti að hann elskaði umhverfið. Kallaði hann Kína, Rússland og Indland „drulluskítug“ og fullyrti að Parísarsamkomulagið hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Biden lýsti á móti áformum sínum um meiriháttar atvinnuuppbyggingu í tengslum við skipti yfir í umhverfisvæna orku og varðist ásökunum forsetans um að hann vildi banna bergbrot í jarðgasvinnslu sem er mikilvægur atvinnuvegur í lykilríkinu Pennsylvaníu. Hélt Biden því fram að umhverfið þyldi ekki fjögur ár til viðbótar af Trump. Forsetinn fann endurnýjanlegum orkugjöfum flest til foráttu, þar á meðal vindorku. „Vindurinn drepur alla fuglana,“ sagði forsetinn og virtist eiga þar við vindmyllur. I know more about wind than you do it kills all the birds When asked about their plans to prevent climate change Trump says we are energy independent"And Biden says we can grow and we can be cleaner if we go the route I'm proposing #Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/erIinIwCi4— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Sagðist minnsti rasistinn í herberginu Eitt furðulegasta augnablik kappræðnanna kom þegar bryddað var upp á stöðu kynþáttamála í Bandaríkjunum. Málefnið hefur verið í brennidepli á þessu ári en mikil mótmælaalda gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju braust fram eftir dráp lögreglu í Minneapolis á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í maí. Eftir að hafa endurtekið fullyrðingu sína um að hann hefði gert meira fyrir blökkumenn en nokkur annar, mögulega fyrir utan Abraham Lincoln, lýsti Trump sig „minnsta rasistann í þessu herbergi“. Kirsten Welkner, spyrillinn, er sjálf dökk á hörund. Biden svaraði með því að Trump væri rasisti sem „hellti olíu á hvern einasta rasistaeld“. "I am the least racist person in this room"Trump says he has a "great" relationship with the Black communityBiden says Trump is "a dog whistle about as big as a fog horn" #Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/JHdzy6Zbpq— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Munurinn á frambjóðendunum kristallaðist að ýmsu leyti í lokaspurningu kvöldsins. Welker spurði þá hvað þeir myndu segja við Bandaríkjamenn sem kusu þá ekki í ræðu við embættistöku þeirra sem forseti. Trump byrjaði á að tala um að bættur efnahagur ætti eftir að sameina landið en sneri því nær strax upp í árás á Biden. Sakaði hann mótframbjóðanda sinn um að ætla að hækka skatta og að næði Biden kjöri leiddi það til „mestu efnahagskreppu sem sést hefði“. "Success is going to bring us together"Trump says "if he gets in you will have a depression, the likes of which you've never seen" in his final statement at the last presidential debate ahead of the US election#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/By37yncyWY— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Biden sló annan tón í sínu svari og höfðaði til einingar þjóðarinnar. Hann yrði forseti allra, óháð því hvort þeir hefðu greitt honum atkvæði sitt. Hlustað yrði á vísindi í stað skáldskapar og von yrði fyrir valinu frekar en ótti. „Það sem er á atkvæðaseðlinum hér er siðferðisþrek þessa lands, velsæmi, heiður, virðing, að koma fram við fólk af virðingu, að tryggja að allir eigi jöfn tækifæri. Ég ætla að tryggja að þið fáið það, það sem þið hafið ekki fengið þessi fjögur undanfarin ár,“ sagði Biden í lokaorðum kappræðnanna. "We're going to choose hope over fear"Biden says "we can grow this economy and deal with systemic racism" in his final statement at the last presidential debate ahead of the US election#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/OgxIou76G1— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020
Kórónuveirufaraldurinn og efnahagsmál voru efst á baugi í síðustu kappræðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, í nótt. Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur. Skoðanakannanir hafa dregið upp dökka mynd af horfum Trump forseta um margra vikna skeið. Í mörgum þeirra hefur Biden mælst með um og yfir tíu prósentustiga forskot á Trump á landsvísu en minna í lykilríkjum sem ráða líklega mestu um úrslitin. Í því ljósi voru kappræðurnar í nótt taldar eitt síðasta stóra tækifæri Trump til þess að snúa spilinu sér í vil, annað hvort með því að etja Biden út í mistök eða með því að færa fram ný skilaboð sem gætu höfðað til kjósenda. Hvorugt virðist í fljótu bragði hafa gerst. Trump hélt áfram að reyna að spyrða Biden saman við róttækustu fulltrúa Demókrataflokksins og stefnumál þeirra í bland við óljósar spillingarásakanir. Á meðan hélt Biden áfram að berja á Trump fyrir viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum sem hefur nú kostað fleiri en 220.000 manns lífið í Bandaríkjunum. Neðst í fréttinni er bein textalýsing Vísis á kappræðunum í nótt. Rólegri kappræður með lokað fyrir hljóðnemana Kappræðurnar fóru fram í Nashville í Tennessee undir stjórn Kirsten Welker, fréttakonu NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Sá háttur var hafður á að þessu sinni að slökkt var á hljóðnema annars frambjóðandans á meðan hinn talaði ótruflað í tvær mínútur við upphaf sex fimmtán mínútna langra kafla um einstök málefni. Gripið var til þess ráðs eftir að fyrri kappræðurnar leystust upp í glundroða vegna sífelldra frammíkalla frá fyrst og fremst Trump. Sú ráðstöfun virtist bera árangur og voru kappræðurnar á ýmsan hátt málefnalegri en þær fyrri, að minnsta kosti hvað anda þeirra varðaði. Gripu frambjóðendurnir mun minna fram í fyrir hvor öðrum og skiptust á að halda framsögu um afstöðu sína til málefna eins og faraldursins, samskipta kynþáttanna, loftslagsmála og þjóðaröryggis. Þess á milli gerði Welker sitt besta til að skakka leikinn þegar frambjóðendurnir hófu að munnhöggvast. Trump virtist framan af hafa tónað niður framkomu sína frá fyrir kappræðunum og talaði hann af meiri yfirvegun og ró. Það breyttist þó eftir því sem á leið kvöldið og hélt forsetinn upp hörðum árásum á Biden, oft án mikil samhengis. Biden gekk að mestu vel í að halda ró sinni undir atlögum forsetans en krafðist þess nokkrum sinnum að fá að svara ásökunum af nokkurri ákveðni. Daniel Dale, staðreyndavaktari CNN-fréttastöðvarinnar, segir að Biden hafi aftur farið með einhver ósannindi eða sett fram misvísandi eða samhengislausar fullyrðingar. Trump hafi að venju verið „raðlygari“. Biden was again imperfect from a fact check perspective. He made at least a few false, misleading, or lacking-in-context claims. Trump was, as usual, a serial liar.— Daniel Dale (@ddale8) October 23, 2020 Sakaði Trump um að hafa enga áætlun um faraldurinn Frambjóðendurnir drógu upp gerólíka mynd af kórónuveirufaraldrinum. Trump, sem kom grímulaus út á kappræðusviðið, hélt því fram sem fyrr að faraldurinn væri í rénun þrátt fyrir að tölur um smitaða bendi til annars. Sagði hann nauðsynlegt að opna samfélagið aftur, þar á meðal skóla. Biden varaði á móti við því að „myrkur vetur“ væri í vændum þar sem sérfræðingar spáðu því að allt að 200.000 manns til viðbótar gætu látið lífið. Deildi hann hart á Trump fyrir að hafa enga áætlun um hvernig ætti að taka á faraldrinum og að hafa neita að axla ábyrgð á honum. Sjálfur lagði Biden áherslu á mikilvægi þess að fólk notaði grímur, bætta skimun og tilmæli um hvernig fyrirtæki og stofnanir um landið allt gætu opnað aftur á öruggan hátt. „Ég sé um þetta, ég bind enda á þetta, ég tryggi að við verðum með áætlun,“ sagði Biden. Trump kom öllum á óvart, þar á meðal Welker umræðustjóra, með því að fullyrða að bóluefni væri væntanlegt eftir aðeins nokkrar vikur. Þegar Welker gekk á hann með þá tímasetningu sagði forsetinn hana ekki fasta í hendi. Hæddist Trump að Biden fyrir að virða sóttvarnareglur og að hann færi helst ekki úr kjallaranum á húsi sínu í Delware. „Við getum ekki læst okkur inni í kjallaranum eins og Joe gerir,“ sagði Trump. Á sama tíma væri þjóðin að læra meira um faraldurinn og hvernig hún gæti lifað með honum. Biden hafnaði því og sagði þjóðina þvert á móti læra að „deyja með faraldrinum“. Málsvörn Trump fyrir viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við faraldrinum var nánast að öllu leyti sú sama og frá upphafi hans. Nálgunin hefur ekki hjálpað honum og fylgi tapast til Biden undanfarna mánuði. Forsetinn kenndi Kína um að hafa látið veiruna sleppa út og sakaði Biden um að hafa verið á móti ferðatakmörkunum á Kína í vetur. Gagnrýndi hann aftur Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðing ríkisstjórnarinnar, fyrir að hafa í blábyrjun faraldursins efast um gagnsemi gríma áður en hann skipti um skoðun. Forsetinn hamraði á mikilvægi þess að samfélagið yrði opnað til að reisa efnahaginn við en skýrði aldrei hvað hann vildi gera til að halda aftur af faraldrinum. Gaf það Biden sóknarfæri til að saka Trump um að hafa enga áætlun gegn Covid-19. Báðir lýstu þeir sig fylgjandi frekari efnahagsinnspýtingu til að vinna gegn áhrifum faraldursins en greindi þá á um hver bæri ábyrgð á að samkomulag hafi enn ekki náðst um slíkan aðgerðapakka á þingi. Kylfingurinn John Daly (t.v.) og rokkarinn Kid Rock (t.h) voru á meðal þeirra fáu áhorfenda sem voru í kappræðusalnum í nótt. Báðir eru þeir stuðningsmenn Trump forseta.AP/Julio Cortez Ítrekaði órökstuddar spillingarásakanir Rauður þráður í gagnrýni Trump á Biden var að fyrrverandi varaforsetinn væri atvinnustjórnmálamaður til áratuga sem hefði ekki áorkað neinu í embætti. Spurði hann Biden ítrekað hvers vegna hann hefði ekki hrint öllu því í framkvæmd sem hann lofaði að gera ef hann væri kjörinn nú fyrir fjórum árum þegar hann var í ríkisstjórn. „Þú talar bara en gerir ekkert,“ sagði Trump. “Everyone should have the right to affordable healthcare”Biden says “Bidencare is going to save people’s lives”Trump responds “he was there for 47 years… he didn’t do anything”#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/4BNfHubDPQ— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Á móti reyndi Biden að stilla sér upp sem andstæðu Trump, heiðvirðum og góðum manni sem sæi ekki landsmenn og ríkin með flokkspólitískum augum. Sú gagnrýni kom í kjölfar ítrekaðra árása Trump á ríki sem ríkisstjórar Demókrata stýra. Lýsti forsetinn New York meðal annars sem „draugaborg“ vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda þar. Biden sagðist ætla að vera forseti allra landsmanna, sama hvern þeir kusu. Eftir að hafa haft sig hægari en í fyrri kappræðunum framan af hljóp Trump kapp í kinn þegar hann byrjaði að bera á Biden órökstuddar sakir um spillingu í embætti varaforseta sem honum hafa verið hugleiknar undanfarna daga. Sakaði forsetinn Biden þannig ítrekað en óljóst um að hafa þegið milljónir dollara frá löndum eins og Úkraínu, Rússlandi og Kína þegar hann var varaforseti. Sagði Trump ýmist að það hefði verið Biden eða „fjölskylda þín“ sem hefði „fengið“ peninga frá ríkjunum. Svo virtist sem að sú gagnrýni tengist ásökunum Trump og bandamanna hans um að Hunter Biden, sonur frambjóðandans, hafi auðgast á viðskiptum erlendis í varaforsetatíð föður hans. Fullyrða þeir að Biden hafi á einhvern hátt beitt sér sem varaforseti með hagsmuni sonar síns í huga. Engar sannanir hafa verið lagðar fram um að Biden hafi gert það og þingnefnd sem Repúblikanar stýra fann engar vísbendingar um lögbrot eða misferli af hálfu þáverandi varaforsetans í síðasta mánuði. Ásakanirnar skýrði Trump aldrei skilmerkilega í kappræðunum þannig að aðeins þeir sem hafa fylgst ítarlega með fréttaflutningi fjölmiðla sem eru hliðhollir Trump undanfarna daga gátu fylgt því í hvað forsetinn væri að vísa. Biden hafnaði ásökunum Trump afdráttarlaust og sagðist aldrei hafa þegið „einn einasta aur“ frá erlendu ríki og benti á að Trump hefði, ólíkt sér, aldrei birt skattskýrslur sínar. Spurði hann Trump hvað hann hefði að fela. „Birtu skattskýrslurnar þínar eða hættu að tala um spillingu,“ skaut Biden á forsetann sem virtist lofa því að gera það í fyrsta skipti. Trump talaði einnig um að hann hefði „forgreitt“ skatta. "What are you hiding?" Biden says "I have not taken a penny from any foreign source ever in my life"Trump replies "I pre-paid millions of millions of dollars" in tax#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/fntpEJp8de— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Tókust á um heilbrigðismál Heilbrigðismál voru eitt stærsta málið hjá kjósendum í þingkosningunum fyrir tveimur árum þar sem Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni. Trump fullyrti fullum fetum í kappræðunum að hann vildi koma Obamacare, sjúkratryggingalögunum sem voru sett þegar Biden var varaforseti, fyrir kattarnef. Hann hefði þegar útvatnað lögin og endanleg örlög þess væru nú í höndum dómstóla. Í staðinn vildi hann setja nýja og „fallega“ áætlun í heilbrigðismálum. Biden sótti að Trump fyrir það og fullyrti að afnám Obamacare yrði til þess að milljónir Bandaríkjamanna misstu aðgang að heilbrigðisþjónustu í miðjum faraldri. Benti hann á að þrátt fyrir ítrekuð loforð Trump um nýja heilbrigðisáætlun í stað Obamacare hafi ekkert gerst. Varði Biden eigin áætlun gegn ásökunum Trump um að hún væri „sósíalísk“. Trump og framboð hans hafa ítrekað reynt að herma stefnumál annarra og róttækari demókrata upp á Biden sem þykir á miðjunni innan Demókrataflokksins. „Hann heldur að hann sé í framboði gegn einhverjum öðrum. Ég vann allt þetta fólk,“ sagði Biden um mótframbjóðendur sínar í forvali Demókrataflokksins en Trump gagnrýndi meðal annars Bernie Sanders, einn róttækasta frambjóðandann í nótt. Kristen Welker frá NBC stýrði kappræðunum.AP/Morry Gash „Hver byggði búrin, Joe?“ Í innflytjendamálum var umræða um fjölskylduaðskilnaðarstefnu Trump fyrirferðarmikil. Í vikunni bárust fréttir af því að bandarískum yfirvöldum hafi ekki tekist að hafa uppi á foreldrum á sjötta hundrað barna eftir að þau stíuðu þeim í sundur á landamærunum að Mexíkó. Trump vék sér undan að svara beint fyrir hvernig ætti að sameina fjölskyldurnar og sagði aðeins stuttlega að hann ynni „hörðum höndum“ að lausn. Reyndi hann að bendla ríkisstjórn Obama og Trump við að börn innflytjenda hefðu verið sett í búr eftir að þau voru tekin af foreldrum sínum. „Hver byggði búrin, Joe?“ spurði Trump ítrekað. Í tíð Obama og Biden voru börn skilin frá innflytjendum sem voru handteknir fyrir glæpi. Eftir að Trump tók við lét hann dómsmálaráðuneyti sitt taka upp stefnu um að handtaka alla innflytjendur sem komu ólöglega til Bandaríkjanna til þess að fæla aðra frá því að reyna að komast inn í landið. Það leiddi til þess að þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum. Aðskilnaðarstefnan vakti mikla hneykslan eftir að fréttir tókust að berast út um hana sumarið 2018. Þegar talið barst að loftslagsbreytingum talaði Trump um mikilvægi efnahagslífsins en fullyrti að hann elskaði umhverfið. Kallaði hann Kína, Rússland og Indland „drulluskítug“ og fullyrti að Parísarsamkomulagið hefði verið ósanngjarnt gagnvart Bandaríkjunum. Biden lýsti á móti áformum sínum um meiriháttar atvinnuuppbyggingu í tengslum við skipti yfir í umhverfisvæna orku og varðist ásökunum forsetans um að hann vildi banna bergbrot í jarðgasvinnslu sem er mikilvægur atvinnuvegur í lykilríkinu Pennsylvaníu. Hélt Biden því fram að umhverfið þyldi ekki fjögur ár til viðbótar af Trump. Forsetinn fann endurnýjanlegum orkugjöfum flest til foráttu, þar á meðal vindorku. „Vindurinn drepur alla fuglana,“ sagði forsetinn og virtist eiga þar við vindmyllur. I know more about wind than you do it kills all the birds When asked about their plans to prevent climate change Trump says we are energy independent"And Biden says we can grow and we can be cleaner if we go the route I'm proposing #Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/erIinIwCi4— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Sagðist minnsti rasistinn í herberginu Eitt furðulegasta augnablik kappræðnanna kom þegar bryddað var upp á stöðu kynþáttamála í Bandaríkjunum. Málefnið hefur verið í brennidepli á þessu ári en mikil mótmælaalda gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju braust fram eftir dráp lögreglu í Minneapolis á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í maí. Eftir að hafa endurtekið fullyrðingu sína um að hann hefði gert meira fyrir blökkumenn en nokkur annar, mögulega fyrir utan Abraham Lincoln, lýsti Trump sig „minnsta rasistann í þessu herbergi“. Kirsten Welkner, spyrillinn, er sjálf dökk á hörund. Biden svaraði með því að Trump væri rasisti sem „hellti olíu á hvern einasta rasistaeld“. "I am the least racist person in this room"Trump says he has a "great" relationship with the Black communityBiden says Trump is "a dog whistle about as big as a fog horn" #Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/JHdzy6Zbpq— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Munurinn á frambjóðendunum kristallaðist að ýmsu leyti í lokaspurningu kvöldsins. Welker spurði þá hvað þeir myndu segja við Bandaríkjamenn sem kusu þá ekki í ræðu við embættistöku þeirra sem forseti. Trump byrjaði á að tala um að bættur efnahagur ætti eftir að sameina landið en sneri því nær strax upp í árás á Biden. Sakaði hann mótframbjóðanda sinn um að ætla að hækka skatta og að næði Biden kjöri leiddi það til „mestu efnahagskreppu sem sést hefði“. "Success is going to bring us together"Trump says "if he gets in you will have a depression, the likes of which you've never seen" in his final statement at the last presidential debate ahead of the US election#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/By37yncyWY— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020 Biden sló annan tón í sínu svari og höfðaði til einingar þjóðarinnar. Hann yrði forseti allra, óháð því hvort þeir hefðu greitt honum atkvæði sitt. Hlustað yrði á vísindi í stað skáldskapar og von yrði fyrir valinu frekar en ótti. „Það sem er á atkvæðaseðlinum hér er siðferðisþrek þessa lands, velsæmi, heiður, virðing, að koma fram við fólk af virðingu, að tryggja að allir eigi jöfn tækifæri. Ég ætla að tryggja að þið fáið það, það sem þið hafið ekki fengið þessi fjögur undanfarin ár,“ sagði Biden í lokaorðum kappræðnanna. "We're going to choose hope over fear"Biden says "we can grow this economy and deal with systemic racism" in his final statement at the last presidential debate ahead of the US election#Debates2020 https://t.co/8FlGMGJgcS pic.twitter.com/OgxIou76G1— BBC News (World) (@BBCWorld) October 23, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira