Telja að Hvalur þurfi að reiða fram rúmar hundrað milljónir eftir dóma Landsréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 16:59 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Getty/Arnaldur Halldórsson Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu. Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Hvalur hf. var í Landsrétti í dag dæmdur til að leiðrétta laun og reiða fram greiðslur til átta starfsmanna sem unnu á hvalvertíðum hjá fyrirtækinu. Verkalýðsfélag Akraness, sem staðið hefur að dómsmálinu með starfsmönnunum, segir dóminn varða um hundrað starfsmenn, sem Hvalur muni samtals þurfa að greiða rúmar hundrað milljónir. Dómarnir í málum starfsmannanna voru birtir á vef Landsréttar í dag. Málið má rekja allt til ársins 2015 en þá hófu starfsmennirnir málarekstur með hjálp Verkalýðsfélagsins gegn Hval hf. fyrir að hafa neitað að greiða svokallaða „sérstaka greiðslu“, sem kveðið hafði verið á um í ráðningarsamningi og kjarasamningi. Þá kröfðu starfsmennirnir Hval hf. um greiðslur fyrir lögbundna vikulega frídaga sem starfsmenn misstu vegna „mikils og stöðugs vinnuálags“, að því er fram kemur í tilkynningu verkalýðsfélagsins sem birt er á vef þess í dag. Starfsmenn Hvals hf. verka hval í hvalstöðinni í Hvalfirði. Vísir/vilhelm Annað mál um kröfur starfsmannanna var að endingu höfðað fyrir Héraðsdómi Vesturlands, sem sýknaði Hval hf. af kröfum starfsmannanna í fyrra. Málinu var áfrýjað til Landsréttar og með dómunum í dag er tekið undir kröfur starfsmanna að mestu leyti. Hval hf. er gert að greiða starfsmönnunum „sérstaka greiðslu“ fyrir allar vaktir sem unnar voru á hvalvertíð árið 2015. Í einhverjum tilvikum þarf Hvalur að reiða fram greiðslurnar fyrir vaktir á hvalvertíð 2014 en var sýknaður af því að leiðrétta aðrar greiðslur fyrir vertíðar 2013 og 14. Hvalur þarf einnig að rétta hlut starfsmanna sem ekki fengu lögboðinn vikulegan frídag á hvalvertíðum 2013, 2014 og 2015. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða starfsmönnum dráttarvexti af skuldum sínum við starfsmenn frá 21. Júlí 2017 og málskostnað fyrir Landsrétti, að því er segir í tilkynningu Verkalýðsfélags Akraness. „Það má áætla að þessi dómur muni skila þeim 100 starfsmönnum sem munu heyra undir dóminn rúmum 100 milljónum. Þótt þetta sé sigur að hafa tekist að snúa við sýknu dómi Héraðsdóms Vesturlands þá er það umhugsunar efni að atvinnurekendur skuli komast upp með launaþjófnað að hluta á grundvelli svokallaðs tómlætis!“ segir í tilkynningu.
Kjaramál Akranes Hvalveiðar Dómsmál Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira