Breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Ríkislögreglustjóri telur að breyta þurfi reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna eftir að fánamálið svokallaða kom upp. Allir lögreglustjórar landsins hafi komið því skýrt á framfæri við lögregluliðin að persónuleg merki á einkennisbúningnum verði ekki liðinn. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. „Okkur þykir mjög leiðinlegt að þetta skyldi hafa komið upp og það má sjá það á viðbrögðum yfirstjórnar og lögreglumanna að það taka þetta allir nærri sér,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Er þetta mál áfall fyrir lögregluna að þínu mati? „Nei, ég tel svo ekki vera. Þetta kemur upp og það er strax tekið á málunum hjá viðkomandi lögregluliði.“ Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Sigríður segist hafa rætt við alla lögreglustjóra landsins vegna málsins sem margir hafi brugðist við með svipuðum hætti. „Þá hafa þeir allir komið því skýrt til skila að þetta verður ekki liðið,“ segir Sigríður. Lögreglustjórar séu sammála um að breyta þurfi á reglugerð um einkennisfatnað lögreglumanna. „Það má skerpa á henni. Þarna er verið að tala um hvaða merki eru leyfileg en það þarf líka að tala um það hvað er bannað en það hefur ekki verið gert. Það þarf að aðlaga reglugerðina að nútímanum,“ segir Sigríður og bætir við að málið verði tekið fyrir á næsta fundi lögregluráðs í nóvember. Þá séu allir sammála um að auka á fræðslu um hatursorðræðu meðal lögreglumanna. „Það eru margir málaflokkar sem við viljum skerpa á hjá lögreglu og haturglæpir eru klárlega einn af þeim,“ segir Sigríður Björk.
Lögreglan Tengdar fréttir Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. 23. október 2020 11:49
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35