Elías Már Ómarsson skaut Excelsior upp í 9. sæti hollensku B-deildarinnar með 1-0 sigri á Den Bosch í kvöld.
Fyrsta og eina mark leiksins skoraði Keflvíkingurinn og það var með síðustu spyrnu leiksins.
Markið skoraði hann á 94. mínútu en Excelsior hafði verið manni fleiri frá 55. mínútu.
Elías Már hefur raðað inn mörkum fyrir Excelsior í ár en hann hefur skorað níu mörk í fyrstu átta leikjunum.
Elias Mar Omarsson scoort na een voorzet van Siebe Horemans! Excelsior alsnog op 0-1!#dboexc 0-1
— Excelsior Rotterdam (@excelsiorrdam) October 23, 2020