Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Pál Magnússon um hópsmitið á Landakoti, þar sem 26 manns hafa veikst af Covid-19.
Fréttamaður okkar tók hús á bónda í Skagafirði sem stendur frammi fyrir því að þurfa að skera niður allan sinn fjárstofn.
Við segjum frá útbreiðslu kórónuveirunnar í Evrópu, þar sem pólski forsetinn greindist með veiruna og fólk er víða orðið þreytt á samkomutakmörkunum.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast á slaginu 18:30.