Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan sigur á Erlangen á útivelli í þýska handboltanum í dag, 26-20, eftir að staðan hafi verið 12-12 í hálfleik.
Ýmir Örn skoraði eitt mark í leiknum en Ljónin eru á toppi deildarinnar ásamt Kiel. Bæði lið eruð með átta stig eftir fimm leiki.
Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark er Magdeburg tapaði fyrir Stuttgart á heimavelli, 30-29, eftir að staðan hafi verið 18-12 í hálfleik, Stuttgart í vil.
Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Magdeburg sem er í 6. sætinu. Viggó Kristjánsson fór á kostum hjá Stuttgart og skoraði níu mörk.
Viggó hefur leikið á alls oddi í vetur og er markahæsti leikmaður deildarinnar.
Fréttin hefur verið uppfærð.