Tryggvi kominn á toppinn í allri ACB deildinnni í tveimur tölfræðiþáttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 14:00 Tryggvi Snær Hlinason í leik með Casademont Zaragoza í Evrópukeppninni í vetur. EPA-EFE/Wojtek Jargilo Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er með bestu skotnýtinguna í fyrstu sjö umferðunum í spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og nýtti öll fimm skotin sín á móti Valencia um helgina en Casademont Zaragoza varð reyndar að sætta sig við níu stiga tap á móti Martin Hermannssyni og félögum. Tryggvi Snær Hlinason hækkaði þar með skotnýtinguna sína á tímabilinu upp í 83,7 prósent og þar með komst hann í efsta sætið yfur bestu skotnýtinguna í deildinni. @RodSanMi00 asiste a Tryggvi Hlinason para que castigue con su . ¡Esta es la "Conexión @Embou_MasMovil" de la séptima jornada!#VBCCZA #LigaEndesa | #MásUnidosQueNunca pic.twitter.com/JsLFwHPIkh— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) October 26, 2020 Tryggvi hefur nýtt öll tíu skotin sín í síðustu tveimur leikjum Zaragoza liðsins í spænsku deildinni. Hann hefur enn fremur nýtt 17 af 18 skotum sínum í síðustu fjórum leikjum eða 94 prósent skotanna. Af þessum 36 körfum sem Tryggvi hefur skorað til þess í deildinni á tímabilinu hafa átján þeirra, eða helmingur, komið með troðslum. Tryggvi er áfram sá leikmaður sem hefur troðið boltanum oftast í körfuna í ACB í vetur. Tryggvi hefur skorað tíu stig eða meira í öllum sjö deildarleikjum tímabilsins og er með 11,7 stig og 7,0 fráköst að meðaltali á 21,3 mínútum í leik. Tryggvi er inn á topp tíu í fráköstum (7,0 - 4. sæti) og framlagi (17,3 í leik - 9. sæti) og þá deilir hann tíunda sæti í vörðum skotum. Doble ración en el "Jugadón @AnaganSeguros", gracias a la magia de @LukaRupnik5 #VBCCZA #LigaEndesa | #MásUnidosQueNunca pic.twitter.com/pEkUmwvBWJ— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) October 26, 2020 Spænski körfuboltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason er með bestu skotnýtinguna í fyrstu sjö umferðunum í spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Tryggvi Snær Hlinason skoraði 11 stig og nýtti öll fimm skotin sín á móti Valencia um helgina en Casademont Zaragoza varð reyndar að sætta sig við níu stiga tap á móti Martin Hermannssyni og félögum. Tryggvi Snær Hlinason hækkaði þar með skotnýtinguna sína á tímabilinu upp í 83,7 prósent og þar með komst hann í efsta sætið yfur bestu skotnýtinguna í deildinni. @RodSanMi00 asiste a Tryggvi Hlinason para que castigue con su . ¡Esta es la "Conexión @Embou_MasMovil" de la séptima jornada!#VBCCZA #LigaEndesa | #MásUnidosQueNunca pic.twitter.com/JsLFwHPIkh— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) October 26, 2020 Tryggvi hefur nýtt öll tíu skotin sín í síðustu tveimur leikjum Zaragoza liðsins í spænsku deildinni. Hann hefur enn fremur nýtt 17 af 18 skotum sínum í síðustu fjórum leikjum eða 94 prósent skotanna. Af þessum 36 körfum sem Tryggvi hefur skorað til þess í deildinni á tímabilinu hafa átján þeirra, eða helmingur, komið með troðslum. Tryggvi er áfram sá leikmaður sem hefur troðið boltanum oftast í körfuna í ACB í vetur. Tryggvi hefur skorað tíu stig eða meira í öllum sjö deildarleikjum tímabilsins og er með 11,7 stig og 7,0 fráköst að meðaltali á 21,3 mínútum í leik. Tryggvi er inn á topp tíu í fráköstum (7,0 - 4. sæti) og framlagi (17,3 í leik - 9. sæti) og þá deilir hann tíunda sæti í vörðum skotum. Doble ración en el "Jugadón @AnaganSeguros", gracias a la magia de @LukaRupnik5 #VBCCZA #LigaEndesa | #MásUnidosQueNunca pic.twitter.com/pEkUmwvBWJ— Casademont Zaragoza (@CasademontZGZ) October 26, 2020
Spænski körfuboltinn Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira