Flokksþingi Kristilegra demókrata í Þýskalandi (CDU), sem halda átti í byrjun desember, hefur verið frestað vegna heimsfaraldursins. Til stendur að velja nýjan leiðtoga flokksins á þinginu.
Framkvæmdastjóri flokksins, Paul Ziemiak, segir að miðstjórn mun meta stöðuna að nýju um miðjan desember og þá taka ákvörðun um næstu skref.
Angela Merkel Þýskalandskanslari lét af formennsku í flokknum árið 2018, en arftakinn, Annegret Kramp-Karrenbauer, tilkynnti fyrr á þessu ári að hún muni jafnframt láta af formennsku og ekki sækjast eftir því að verða kanslaraefni flokksins í næstu þingkosningum sem fyrirhugaðar eru á haustmánuðum á næsta ári.
CDU hefur nú þegar frestað valinu á nýjum leiðtoga einu sinni vegna heimsfaraldursins.
Angela Merkel hefur sagst munu láta af embætti kanslara eftir kosningarnar 2021. Hún hefur stýrt landinu frá árinu 2005.