Roma fyrsta liðið til að taka stig af Zlatan og félögum á leiktíðinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 21:50 Úr leik kvöldsins. Marco Luzzani/Getty Images AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
AC Milan og Roma gerðu 3-3 jafntefli er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrívegis komst Milan yfir og þrívegis jafnaði Roma metin. Leikurinn fór einkar fjörlega af stað og strax á 2. mínútu leiksins voru heimamenn í Milan komnir yfir þökk sé marki Zlatan Ibrahimović. Rafael Leão átti þá sendingu inn fyrir vörn Roma sem Zlatan teygði sig fimlega í og kom knettinum þar með fram hjá Antonio Mirante í marki Rómverja. Hinn 39 ára gamli Zlatan lætur það lítið á sig fá að hafa greinst með kórónuveiruna eftir að tímabilið hófst. Var þetta hans fimmta mark á leiktíðinni. Zlatan is 39 still scoring goals for fun pic.twitter.com/f9ejCAq6lK— B/R Football (@brfootball) October 26, 2020 Virtist þetta ekki slá gestina út af laginu og jöfnuðu þeir metin á 13. mínútu leiksins. Þar var að verki Edin Džeko með skalla eftir hornspyrnu frá Lorenzo Pellegrini. Ekki er hægt að segja að markvörðurinn Ciprian Tătărușanu hafi gripið gæsina í fjarveru Donnaruma. Tătărușanu – sem lék með Rúmeníu á Laugardalsvelli fyrr í þessum mánuði – kom út til að handsama spyrnu Pellegrini en grip í tómt. Eftirleikurinn auðveldur fyrir Džeko sem skallaði í autt markið og staðan orðin 1-1. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn er liðin héldu til búningsherbergja, Heimamenn hófu síðari hálfleikinn líkt og þann fyrri. Aftur var það Leão sem lagði upp mark, að þessu sinni fyrir Alexis Saelemaekers og Milan því komið 2-1 yfir. Aftur tókst Roma að jafna metin en jöfnunarmarkið kom úr umdeildri vítaspyrnu á 72. mínútu. Tătărușanu varði þá skot frá Henrikh Mkhitaryan en hélt ekki knettinum. Ismael Bennacer ætlaði að skýla boltanum – sem hann og gerði – en steig Pedro út í leiðinni. Ákvað dómari leiksins því að dæma vítaspyrnu og fór Jordan Veretout á punktinn. Skoraði hann af öryggi og staðan orðin 2-2 þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Dómarinn virðist hafa verið með móral yfir að gefa Roma ódýra vítaspyrnu og ákvað því að gefa AC Milan enn ódýrari vítaspyrnu á 78. mínútu. Að sjálfsögðu fór Zlatan á punktinn og kom hann Milan 3-2 yfir. Enn og aftur neituðu gestirnir að gefast upp. Aftur var það hornspyrna frá Pellegrini sem skilaði marki en að þessu sinni var Zlatan skúrkurinn, að vissu leyti. Framherjinn ótrúlegi var á nærsvæðinu en tókst ekki að skalla spyrnu Pellegrini frá. Boltinn rataði fyrir markið þar sem Marash Kumbulla mætti og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 3-3 og reyndust það lokatölur í þessum ótrúlega leik. Milan var fyrir leik með fjóra sigra í fjórum leikjum. Liðið er nú með 13 stig að loknum fimm leikjum og trónir á toppi deildarinnar. Roma er í 9. sæti með tvo sigra, tvo jafntefli og eitt tap.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira