Kallað eftir sjálfbærnileiðtogum - helst í gær... Gunnar Sveinn Magnússon skrifar 27. október 2020 14:00 Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Vísindasamfélagið hefur varað við hrikalegum afleiðingum ef ekki verður gripið strax til róttækra aðgerða til að sporna við áframhaldandi hlýnun jarðar. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 kveður á um að stöðva skuli aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og halda hlýnun jarðar innan við 2°C, þó helst innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að við höfum aðeins tæp tíu ár áður en afleiðingarnar valda óafturkræfum breytingum á móður jörð.[1] Ábyrgð á aðgerðum er okkar allra – stjórnvalda, stofnanna, sveitarfélaga, fyrirtækja, banka og fjárfesta, félagasamtaka, skóla, fjölmiða og einstaklinga. Helst hefði þurft að gera eitthvað róttækt strax í gær. Þá hlýtur maður að spyrja sig – hvers vegna erum við ekki að gera meira, hví eru ekki fleiri að taka þátt? Það eru ansi margar „góðar“ afsakanir þarna úti. Sem dæmi; þetta kostar of mikið og það er ekki góður tími (Covid í gangi og svona), Ísland skiptir ekki máli í stóra samhenginu, ég fer í veiðiferð á sumrin og því hentar rafbíll mér ekki, Íslenskt veðurfar er hrikalegt og ég verð að taka mínar árlegu tvær til fjórar utanlandsferðir, eða það eru nú bara 97% vísindamanna sem halda þessu fram.[2] Reyndar er síðasta afsökunin arfaslök og sem betur fer eru ekki margir á þeim vagni í dag. Ljóst er að komandi kynslóðir eiga ekki séns ef viðhorf fara ekki að breytast. Við sem samfélag þurfum að fara í allsherjar naflaskoðun. Við verðum að hætta að hugsa bara um eigin skammtímahag og muna að við erum hluti af einhverju stærra. Við þurfum öll að rísa upp og vera leiðtogar á okkar sviði, t.d. með því að: ·stjórnvöld og sveitarfélög setji sjálfbærni enn frekar í forgang við setningu laga og reglna, búi til hvata fyrir þá sem standa sig vel og beini opinberum innkaupum til sjálfbærra birgja ·fyrirtæki, bankar og fjárfestar setji sér afgerandi langtíma arðsemisstefnur og markmið útfrá sjálfbærni, tengi við grunnrekstur sinn og bakki það upp með fjármunum og gagnsærri skýrslugjöf ·fleiri félagasamtök og skólar innleiði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sína og fræði félagsmenn og nemendur um áhrif loftslagsbreytinga og þörfina á aðgerðum ·fjölmiðlar stuðli að gagnrýnni og upplýstari umræðu um af hverju við erum ekki að standa okkur betur (Ísland er nr. 26 í innleiðingu á heimsmarkmiðum á eftir löndum eins og Hvíta Rússlandi á meðan hin Norðurlöndin tróna við toppinn[3]) ·fleiri einstaklingar sýni sjálfbærni í verki næst þegar þeir fara í vinnuna, í skólann, á kjörstað, versli í matinn, kaupi bifreið, fjárfesti eða hendi rusli og svona mætti áfram telja Það þarf kjark til að stíga út fyrir þægindarammann og gerast leiðtogi í sjálfbærni. Ert þú tilbúin(n) að taka þetta skref? Höfundur er stjórnarmaður í Festu, miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð [1] https://www.un.org/press/en/2019/ga12131.doc.htm [2] https://climate.nasa.gov/faq/17/do-scientists-agree-on-climate-change/ [3] https://dashboards.sdgindex.org/rankings
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun