Um hlutanna eðli, hamfarir og hnípna þjóð í vanda Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 28. október 2020 08:00 Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið í Ríkissjónvarpinu mjög áhugaverðir þættir um líf snillingsins Alberts Einsteins. Einstein skynjaði eðli og innsta kjarna hlutanna. Hann vissi að sömu náttúrulögmál gilda í öllum alheiminum og að á sama tíma eru hlutirnir breytilegir eftir því frá hvaða sjónarhorni þeir eru skoðaðir. Tími og rúm eru afstæðir hlutir. Ljósið bognar er það nálgast sólina. Við erum í dag að ganga í gegnum náttúruhamfarir. Þessi veira sem geisar um Jörðina alla kemur úr náttúrunni. Hún fer eftir eðli sínu sem náttúran ein hefur ákvarðað. Á sama hátt og frumefni lotukerfisins hafa ákveðið eðli, er veiran með ákveðin einkenni og hegðar sér á ákveðinn hátt. Eiturefni í náttúrunni eru t.d. efni eins og kadmíum, úraníum og strontíum. Kadmíum þekkjum við Íslendingar vel. Það berst með eldgosum út í andrúmsloftið og sest í mosa og vötn, þar sem það getur haft áhrif á lífríki. Að sama skapi er COVID-19 veiran náttúrlegt fyrirbæri. Faraldur hennar eru náttúruhamfarir eins og eldgos eða flóð. Faraldurinn er hins vegar langvinnur og erfiður, þar sem hann stendur mánuðum eða árum saman. Það má kannski líkja þessu við Kröfluelda. Þegar fræðingar sögðu að eldunum væri loksins lokið, gaus gjarnan næsta dag. Alveg eins og þegar um eiturefni er að ræða, þá gerir veiran ekki mannamun. Náttúran getur verið viðskotaill og þessi veira náttúrunnar fer ekki eftir pólitík, samsæriskenningum eða skoðunum fólks. Hún fer einfaldlega eftir sínu eigin náttúrulega eðli. Við skulum því ekki kenna fólki um þessa veiru. Við skulum ekki kenna Almannavörnum um veiruna. Við skulum ekki kenna starfsfólki Landspítalans, Landakots eða Sólvalla um veiruna. Við myndum ekki kenna þeim um, ef það væri eldgos í gangi? Auðvitað geta alltaf orðið mistök. Það er mannlegt eðli að gera mistök og við myndum líka gera mistök ef við værum að bregðast við eldgosi eða flóði. Þórólfur Guðnason, Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson og Páll Matthíasson eru öll að gera sitt allra, allra besta. Við skulum gefa þeim tækifæri, tíma og ráðrúm til að vinna vinnuna sína. Við Íslendingar skulum hætta að rífast. Leggjum niður vopn. Sameinuð getum við sigrast á ógninni sem er veiran sjálf. Ég hvet alla íbúa Íslands til dáða! Eitt sinn var gert manntal þegar Kýreneus var landsstjóri á í Sýrlandi. Þá snéri hver maður sér til sinnar borgar. Við búum líka svo vel hér á Íslandi að eiga þjóðkirkju sem stóð með okkur í Móðuharðindunum 1783-1785. Sú forna kirkja hefur staðið með þjóðinni um aldir. Hún er mörgum vígi eða borg. Núna skulum við öll fara inn á við og leita styrks hver í sinni borg, hver í sínum söfnuði og í sínu heimspekilega virki. Fjölmenningarsamfélagið Ísland getur fundið sinn styrk, hvert í sinni trú, heimspeki eða lífsskoðun. Við þurfum ekki öll að vera eins, en sameinuð erum við sterk. Hættum að kíta! Stöndum saman! Sameinuð getum við sigrast á þessari ógn! Höfundur er þýðandi og framkvæmdastjóri Brandugla Translations ehf.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun