Allt að 3,5 milljarðar í tekjufallsstyrki til ferðaþjónustunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 10:41 Ferðamenn njóta sumarsins á Þingvöllum. Vísir/Vilhelm Áætlað er að tekjufallsstyrkir vegna kórónuveirufaraldursins til minni ferðaþjónustufyrirtækja, leiðsögumanna og fleiri geti numið um 3,5 milljörðum króna. Umræddir ferðaþjónustuaðilar munu geta sótt um styrkina samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki, sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að styrkirnir muni jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geti þó ekki orðið hærri en 400 þús.kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu. Verði frumvarpið að lögum þurfa rekstraraðilar að uppfylla eftirtalin skilyrði: Að hafa orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Tekjufallstyrkir geti orðið allt að 3,5 milljarðar króna ef öll fyrirtæki nýta sér þá. Upphæðin miðast við að öll félög uppfylli skilyrðin um minnst 50% tekjufall fyrir nýtingu úrræðisins. Þannig getur hámarksstyrkur til hvers fyrirtækis numið 1,2 milljónum króna á mánuði í þá 18 mánuði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 21,6 milljónum króna. Tekjufallsstyrkir eru liðir í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Áður hafa verið kynntar 4,6 milljarða króna aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar auk almennra aðgerða ríkisstjórnarinnar fyrir rekstraraðila vegna heimsfaraldursins. Á meðal sértækra aðgerða má nefna alþjóðlegt markaðsátak, átak til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands, Ferðagjöf til landsmanna sem enn er hægt að nýta og afnám gistináttaskatts til ársloka 2021. Ferðaábyrgðasjóður hefur einnig verið settur á laggirnar og er umsóknarfrestur í hann til 1. nóvember næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Áætlað er að tekjufallsstyrkir vegna kórónuveirufaraldursins til minni ferðaþjónustufyrirtækja, leiðsögumanna og fleiri geti numið um 3,5 milljörðum króna. Umræddir ferðaþjónustuaðilar munu geta sótt um styrkina samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufallsstyrki, sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn og er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að styrkirnir muni jafngilda rekstrarkostnaði (þ.m.t. reiknuðu endurgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl 2020 til 30. september 2020 en geti þó ekki orðið hærri en 400 þús.kr. fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu. Verði frumvarpið að lögum þurfa rekstraraðilar að uppfylla eftirtalin skilyrði: Að hafa orðið fyrir minnst 50% tekjufalli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020. Að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila. Umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. Tekjufallstyrkir geti orðið allt að 3,5 milljarðar króna ef öll fyrirtæki nýta sér þá. Upphæðin miðast við að öll félög uppfylli skilyrðin um minnst 50% tekjufall fyrir nýtingu úrræðisins. Þannig getur hámarksstyrkur til hvers fyrirtækis numið 1,2 milljónum króna á mánuði í þá 18 mánuði sem gert er ráð fyrir að úrræðið gildi, eða alls 21,6 milljónum króna. Tekjufallsstyrkir eru liðir í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Áður hafa verið kynntar 4,6 milljarða króna aðgerðir í þágu ferðaþjónustunnar auk almennra aðgerða ríkisstjórnarinnar fyrir rekstraraðila vegna heimsfaraldursins. Á meðal sértækra aðgerða má nefna alþjóðlegt markaðsátak, átak til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands, Ferðagjöf til landsmanna sem enn er hægt að nýta og afnám gistináttaskatts til ársloka 2021. Ferðaábyrgðasjóður hefur einnig verið settur á laggirnar og er umsóknarfrestur í hann til 1. nóvember næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira