Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 17:27 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Arion banki Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3 prósent á fjórðungnum og 4,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 milljónir króna og jókst um 31 prósent frá þriðja ársfjórðungi á síðasta ári. Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22 prósent frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019. Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19 en endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans, að því er segir í tilkynningu. „Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans. Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Íslenskir bankar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3 prósent á fjórðungnum og 4,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 milljónir króna og jókst um 31 prósent frá þriðja ársfjórðungi á síðasta ári. Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22 prósent frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019. Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19 en endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans, að því er segir í tilkynningu. „Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans. Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira