Vörpum ekki ávinningnum fyrir róða Andrés Magnússon skrifar 29. október 2020 09:31 Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur frá 2015 verði endurskoðaður eða honum sagt upp. Raddirnar hafa greinilega náð eyrum stjórnmálamanna sem hafa ákveðið að gera úttekt á hagsmunum Íslands af óbreyttum samningi. Frumkvæði bænda Nýr tollasamningur við ESB var undirritaður í september 2015 að afloknum nokkurra ára samningaviðræðum. Ráðist var í samningsgerðina vegna óska hagsmunasamtaka bænda sem höfðu væntingar um að á innri markaði ESB væru ónýtt markaðstækifæri fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir. Það lá alltaf fyrir að markaðsaðgengi íslenskra landbúnaðarafurða í ESB mundi útheimta gagngjald í formi markaðsaðgengis ESB á innlendum markaði. Gagnkvæmir viðskiptasamningar verða aðeins að veruleika ef báðir aðilar telja sig geta hagnast. Sigurður Ingi Jóhannsson, þá ráðherra landbúnaðarmála, hafði m.a. eftirfarandi að segja um áhrif samningsins: „Ekki hefur verið lagt verðmætamat á áhrif auðveldara aðgengis fyrir íslenskar búvörur að innri markaði ESB, enda ekki ljóst hvort tekst að nýta þau tækifæri að fullu, a.m.k. fyrst í stað. Hér ber enn að hnykkja á því að frumkvæði að samningum við ESB er komið frá bændum sjálfum.“ Hagur neytenda Á undirritunardegi samningsins höfðu tveir ráðherrar, Sigurður Ingi Jóhannsson, og Gunnar Bragi Sveinsson, eftirfarandi að segja: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningnum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknartækifæri til aukins útflutnings.“ „Það er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur sem munu sjá þess stað í lækkuðu matvöruverði og útflytjendur sem munu vafalaust nýta sér þá möguleika sem í þessum samningum felast“ Þegar samningurinn tók gildi, hinn 1. maí 2018 sagði núverandi utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð.“ Jákvæð áhrif Gerð samningsins var tímabær og rökrétt í samhengi ákvæða EES-samningsins. Þegar sá samningur var gerður staðfestu Íslendingar þátttöku í því verkefni að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir og afnema viðskiptahindranir í landbúnaði. SVÞ studdu samningsgerðina eindregið enda sáu þau fyrir sér að hann mundi greiða fyrir auknum viðskiptum með landbúnaðarvörur. Sáu samtökin fram á að möguleikar atvinnurekenda til að færa íslenskum neytendum meira úrval landbúnaðarafurða á hagstæðu verði mundu aukast. Samningurinn er ekki allur kominn til framkvæmda og verður það ekki fyrr en á næsta ári. Samanburður verðvísitalna landbúnaðarvara hér á landi og í ESB gefur til kynna að verð á ýmsum vörum sem undir samninginn falla hafi farið lækkandi frá gildistöku samningsins. Verð á sumum vörum hefur jafnframt í ýmsu tilliti hækkað minna en innlent verðlag og stundum jafnvel ekki fylgt verðlagsbreytingum. Þá má vænta þess að breytt útboðsfyrirkomulag tollkvóta muni skila enn frekari lækkunum á innfluttum vörum. Hagsmunamatið Bændur báðu um samninginn og stjórnmálamennirnir færðu neytendum ábata í formi lægra verðs á matvælum og meira úrvals. Skattgreiðendur láta fé af hendi rakna til bænda í gegnum ríkissjóð og hafa gert það lengi. Gamalli bændaþjóð þykir enda vænt um bændur og sveitirnar. Útflutningur á íslenskum landbúnaðarvörum hefur ekki náð þeim hæðum sem vonir stóðu til. Bretar sem hvorki hafa keypt héðan né selt hingað teljandi magn landbúnaðarvara eru gengnir út úr ESB. Í því ljósi er nú kallað eftir endurskoðun tollasamningsins. Lækkun tolla er hluti af alþjóðlegri þróun sem við höfum verið þátttakendur í. Sú þátttaka hefur grundvallast á þeirri vitneskju um að alþjóðleg lækkun tolla og afnám viðskiptahindrana skilar okkur meiri lífsgæðum þegar á heildina er litið. Vonandi ber mönnum gæfa til þess að varpa ekki fengnum ávinningi fyrir róða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun