Eins og hrekkjusvín sem stelur matarpeningum Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2020 13:30 Marcus Rashford átti magnaða innkomu á Old Trafford í gær. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Rio Ferdinand greip til athyglisverðrar myndlíkingar þegar hann tjáði sig um frammistöðu Marcus Rashford í 5-0 sigri Manchester United á RB Leipzig í Meistaradeildinni í gær. Rashford kom inn á sem varamaður og skoraði sína fyrstu þrennu á þeim hálftíma sem hann spilaði. Frammistaða hans utan vallar hefur ekki síður vakið athygli síðustu daga, þar sem hann hefur barist ötullega fyrir því að fátæk skólabörn fái fríar máltíðir. Ferdinand, sem lék með United á árunum 2002-2014, var ef til vill með félagsmálabaráttu Rashfords ofarlega í huga þegar hann fjallaði um frammistöðu hans gegn Leipzig, á BT Sport í gærkvöld: „Hann er sjóðandi heitur. Eina leiðin til að lýsa því hvernig hann kom inn og tók yfir leikinn er að þetta var eins og á skólaleikvelli þar sem að stóri strákurinn, úr sjötta bekk, kemur til að leika við krakkana í fyrsta bekk og lætur eins og hrekkjusvín við alla,“ sagði Ferdinand og bætti við: „Hann er of fljótur, of sterkur og tekur matarpeningana þeirra. Hann fór illa með alla og bar höfuð og herðar yfir aðra.“ Ferdinand hélt áfram og benti á hve illa Rashford hefði farið með Dayot Upamecano, miðvörð sem talinn var hafa spilað svo vel fyrir Leipzig á síðustu leiktíð og var í The Times orðaður við United. Leikmenn sem hafi verið dásamaðir fyrir leik og á síðustu leiktíð hafi litið út eins og skólastrákar á móti Rashford.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01 Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01 Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55 Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30 Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Hélt upp á milljón undirskriftir með þrennu: Get ekki hætt að brosa Afmælisvika Marcus Rashford ætlar að verða ein sú minnisstæðasta á 23 ára ævi þessa snjalla knattspyrnumanns sem hefur unnið sér inn mikið lof bæði innan sem utan vallar. 29. október 2020 08:01
Solskjær hrósaði Rashford en sagði liðið hafa lagt grunninn að stórsigri kvöldsins Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög sáttur með 5-0 sigur liðsins á RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 28. október 2020 23:01
Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig Manchester United gekk einfaldlega frá RB Leipzig í uppgjöri toppliða H-riðils Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 5-0 á Old Trafford í kvöld. 28. október 2020 21:55
Klopp hrósar Rashford í hástert: Er stoltur af honum Enski landsliðsframherjinn Marcus Rashford hefur látið til sín taka og barist harkalega fyrir börn sem alast upp við fátækt í Englandi. 24. október 2020 10:30
Segir börnin fara svöng í háttinn og líða eins og þau skipti ekki máli Marcus Rashford lýsti yfir gríðarlegum vonbrigðum eftir að bresk stjórnvöld ákváðu að hafna tillögu um fríar máltíðir á frídögum fyrir fátæk börn í landinu. 22. október 2020 09:31