Segir langan og erfiðan vetur framundan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 21:27 Þjóðverjar eru gjarnir á að ganga með grímur. Þessi mynd er tekin í Leipzig. Getty/Jens Schlueter Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar þurfi að búa sig undir langan og erfiðan vetur vegna kórónuveirunnar. Á mánudag taka hertar aðgerðir til að hefta úbreiðslu veirunnar gildi í Þýskalandi. Þar verður veitingastöðum, krám, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum lokað en 89 létust síðasta sólarhringinn af völdum veirunnar í Þýskalandi. Í dag mældust 16,774 ný tilfelli þar í landi en aldrei hafa fleiri tilfelli verið skráð á einum degi í Þýskalandi. Merkel ávarpaði þýska þingið í dag þar sem hún færði rök fyrir nauðsyn hertra aðgerða. „Veturinn verður erfiður, þetta verða fjórir langir og erfiðir mánuðir. Þetta mun hins vegar taka endi,“ sagði Merkel er hún brýndi samlanda sína til dáða. Þingmenn öfgahægriflokksins Alternative für Deutschland voru ekki sáttir við ræðu Merkel og létu hana heyra það á meðan á ræðu hennar stóð. Leiðtogi flokksins sagði ríkisstjórn Merkels vera kórónuveirueinræðisstjórn. Merkel svaraði því hins vegar til að upplýsingaóreiða og samsæriskenningar væri ekki gagnlegar í baráttunni við veiruna. Hertar aðgerðir taka sem fyrr segir gildi á mánudaginn og munu þær vera í gildi til loka næsta mánaðar. Skólar og leikskólar verða áfram opnir og miðast samkomutakmarkanir við meðlimi tveggja heimila að hámarki tíu manns. Smærri fyrirtæki og einyrkjar sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar muni geta sótt um að fá 75 prósent af tekjum nóvembermánaðar á síðasta ári. Alls hafa 487 þúsund manns greinst með veiruna í Þýskalandi og þar af hafa rúmlega tíu þúsund látið lífið. Heildarfjölli tilfella síðustu tvær vikurnar er 130 þúsund.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira