Búist við snjókomu og hríðarveðri á fjallvegum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 13:15 „Eins og svo oft á þessum árstíma fellur úrkoma til fjalla gjarnan sem snjór,“ skrifar veðurfræðingur. Vísir/Vilhelm Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands. Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Búast má við hríðarveðri á fjallvegum austan til á landinu frá því um miðnætti í kvöld og til hádegis á morgun. Hríðin kemur til vegna lægðar sem nú fer norður með Austurlandi að því er segir í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Einkum má búast við hríðarveðri á Fagradal og á Fjarðarheiði þar sem einnig er viðbúið að verði nokkuð blint sökum skafrennings, og einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #Veður: Með lægð sem fer norður með Austurlandi eru horfur á hríðarveðri á fjallvegum eystra frá því um miðnætti og til hádegis ámorgun. Einkum á Fagradal og Fjarðarheiði og nokkuð blint í skafrenningi, en einnig á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 31, 2020 Í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofunni segir að næstu tvo daga verði allnokkrar lægðir á sveimi í kringum landið. Einna mest verði úrkoman á austanverðu landinu framan af en færist síðan norður á morgun þegar tekur að kólna. Þeir sem hugi á ferðalög ættu að vera búnir til vetrarakstur enda úrkoma á þessum ártíma gjarnan í formi snjókomu. „Fyrir norðan á morgun færist hins vegar snjólínan talsvert neðar og gæti snjóað niður á laglendi um kvöldið. Hins vegar verður lengst af þurrt syðra á morgun en í dag má búast við minnkandi skúrum,“ segir ennfremur í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Minnkandi sunnanátt og skúrir í dag, en bjartviðri N-lands. Hiti 2 til 7 stig. Snýst í norðanátt og fer að rigna á A-landi í kvöld. Norðan og norðvestan 8-15 á morgun, en 15-20 á Austfjörðum fram eftir morgni. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-lands. Á mánudag: Vestan 5-13 m/s, en 13-18 við NA-ströndina. Él N-lands og slydda eða snjókoma um kvöldið, annars stöku skúrir eða él, en þurrt SA-til á landinu. Hiti um og yfir frostmarki. Á þriðjudag: Hvöss norðvestanátt, en mun hægari V-lands. Él á N- og NA-landi fram eftir degi, en bjartviðri S- og V-til. Fer að lægja seinni partinn. Hiti 0 til 6 stig, en í kringum frostmark fyrir norðan. Á miðvikudag og fimmtudag: Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi. Á föstudag: Suðvestanátt og skúrir eða él, en þurrt og bjart veður A-lands.
Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira