Kringlumýrarbraut verður lokuð á milli tíu í dag og sjö í kvöld vegna vinnu við lóð Veitna við Bolholt 5. Nánar tiltekið á milli Kauphallarhússins og Valhallar í Reykjavík. Einnig var lokað í gær og átti vinnan að klárast þá en það gekk ekki eftir.
Samkvæmt tilkynningu frá Veitum er verið að endurbora borholuna RG-20, sem ku vera ein gjöfulasta borhola Veitna og hefur skaffað borgarbúum heitt vatn frá 1963.
Verið er að koma fyrir öflugri dælu í holuna svo hægt sé að ná upp meira magni af heitu vatni.