Fjölgar starfsfólki og hrósar ríkisstjórninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 12:03 Pétur Már Halldórsson er framkvæmdastjóri Nox Medical Vísir/Egill Nox Medical auglýsir nú eftir fólki til starfa vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Hagstæðari rekstrarskilyrði í kjölfar breytinga á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki skipta þar sköpum og eru þessar breytingar hvati til vaxtar að sögn forstjóra fyrirtækisins. Um er að ræða níu tækni-, verkfræði- og þekkingarstörf sem þýðir að starfsmönnum Nox Medical á Íslandi mun fjölga um 15%. „Vöxtur Nox Medical á síðustu árum hefur verið mikill og rekstur okkar gengið mjög vel. Við höfum fært út kvíarnar og rekum nú umfangsmikla starfsemi okkar í Bandaríkjunum undir merkjum Nox Health. Vegna aukinna umsvifa og til að undirbúa næsta vaxtastökk í samstarfi við Nox Health þurfum við að fjölga starfsfólki töluvert,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, í tilkynningu. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga okkar í rannsóknum og þróun auðveldar okkur þessa ákvörðun og er hún vissulega hvati til áframhaldandi vaxtar og fjölgun starfa.“ Nox Medical er fjórtán ára gamalt hátæknifyrirtæki og segir í tilkynningu að fyrirtækið sé leiðandi í framleiðslu á tækni og tækjabúnaði sem notaður er til greiningar á svefnröskunum. Búnaðurinn sé notaður af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum og ætla megi að 2,5 milljónir manna um heim allan njóti árlega bættrar svefnheilsu þar sem lausnir Nox Medical séu notaðar til greiningar á svefnvandamálum. „Nýsköpun er ein meginforsenda aukinnar verðmætasköpunar og samkeppnishæfni fyrirtækja. Slík verðmætasköpun er ein af meginstoðum hagvaxtar allra þjóðríkja og þar er Ísland ekki undanskilið. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og þökkum hann þeirri einvala sveit sérfræðinga sem Nox Medical hefur á að skipa. Við erum ákaflega stolt af því, mitt í miðjum heimsfaraldri, að geta haldið áfram að sækja fram til frekari verðmætasköpunar og geta nú aukið enn frekar við mannauð okkar.“ segir Pétur Már. „Ríkisstjórnin er ekki öfundsverð á erfiðum tímum en hún á hrós skilið fyrir að hafa sýnt mikilvægi nýsköpunar skilning og hafa hækkað endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga í rannsóknum og þróun. Slík hækkun endurgreiðslu mun alltaf skila margfalt hærri ábata til ríkissjóðs en sem nemur endurgreiðslunni. Sá ábati mun auka hér hagvöxt og bæta lífskjör komandi kynslóða“. Svefn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01 Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nox Medical auglýsir nú eftir fólki til starfa vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins. Hagstæðari rekstrarskilyrði í kjölfar breytinga á lögum um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki skipta þar sköpum og eru þessar breytingar hvati til vaxtar að sögn forstjóra fyrirtækisins. Um er að ræða níu tækni-, verkfræði- og þekkingarstörf sem þýðir að starfsmönnum Nox Medical á Íslandi mun fjölga um 15%. „Vöxtur Nox Medical á síðustu árum hefur verið mikill og rekstur okkar gengið mjög vel. Við höfum fært út kvíarnar og rekum nú umfangsmikla starfsemi okkar í Bandaríkjunum undir merkjum Nox Health. Vegna aukinna umsvifa og til að undirbúa næsta vaxtastökk í samstarfi við Nox Health þurfum við að fjölga starfsfólki töluvert,“ segir Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical, í tilkynningu. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga okkar í rannsóknum og þróun auðveldar okkur þessa ákvörðun og er hún vissulega hvati til áframhaldandi vaxtar og fjölgun starfa.“ Nox Medical er fjórtán ára gamalt hátæknifyrirtæki og segir í tilkynningu að fyrirtækið sé leiðandi í framleiðslu á tækni og tækjabúnaði sem notaður er til greiningar á svefnröskunum. Búnaðurinn sé notaður af læknum og heilbrigðisstarfsmönnum og ætla megi að 2,5 milljónir manna um heim allan njóti árlega bættrar svefnheilsu þar sem lausnir Nox Medical séu notaðar til greiningar á svefnvandamálum. „Nýsköpun er ein meginforsenda aukinnar verðmætasköpunar og samkeppnishæfni fyrirtækja. Slík verðmætasköpun er ein af meginstoðum hagvaxtar allra þjóðríkja og þar er Ísland ekki undanskilið. Við erum stolt af þeim árangri sem við höfum náð og þökkum hann þeirri einvala sveit sérfræðinga sem Nox Medical hefur á að skipa. Við erum ákaflega stolt af því, mitt í miðjum heimsfaraldri, að geta haldið áfram að sækja fram til frekari verðmætasköpunar og geta nú aukið enn frekar við mannauð okkar.“ segir Pétur Már. „Ríkisstjórnin er ekki öfundsverð á erfiðum tímum en hún á hrós skilið fyrir að hafa sýnt mikilvægi nýsköpunar skilning og hafa hækkað endurgreiðsluhlutfall vegna fjárfestinga í rannsóknum og þróun. Slík hækkun endurgreiðslu mun alltaf skila margfalt hærri ábata til ríkissjóðs en sem nemur endurgreiðslunni. Sá ábati mun auka hér hagvöxt og bæta lífskjör komandi kynslóða“.
Svefn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01 Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30 Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Íslands verður miðstöð svefnrannsókna Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna næstu árin að sögn lektors við Háskólann í Reykjavík sem leiðir verkefnið Svefnbyltinguna. Verkefnið fékk tvo og hálfan milljarð í styrk sem er einn sá hæsti sem hefur verið veittur hér á landi. 30. október 2020 20:01
Fékk tveggja og hálfs milljarðs króna styrk í fyrstu tilraun Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna eftir háan styrk frá ESB. 28. október 2020 14:30
Ótæpilegt magn af kaffi og fólk á gangi með ryksugur Kristján Hjálmarsson framkvæmdastjóri H:N Markaðssamkskipta er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hann viðurkennir að hann snúsar eins lengi og hann getur á morgnana. 17. október 2020 10:00