Datt ekki í hug að áfengi væri skilgreint sem matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 12:34 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundinum í dag. Almannavarnir Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Það hefur vakið töluverða athygli að samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins mega allt að fimmtíu manns vera inni í lítilli Vínbúð en aðeins tíu manns í stórri byggingavöruverslun. Ástæðan er sú að áfengi er skilgreint í lögum sem matvæli og fimmtíu manns mega vera inni í matvöruverslunum á hverjum tíma. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var spurður út í þetta á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann var spurður hvort ekki þyrfti að skýra betur þessar reglur og hvort að hugmyndir væru um að taka Vínbúðina út fyrir sviga í þessum fjöldatakmörkunum. „Það var nú bara þannig að við höfðum ekki hugmyndaflug í það að átta okkur á því að áfengi væri skilgreint sem matvara þannig að við höfum nú beint því til þeirra sem bera ábyrgð á rekstri Vínbúðanna um að hugsa sinn gang og fara yfir málið. Hvort að raunverulega sé þörf á því að hleypa fimmtíu manns inn eða hvort húsnæðið yfir höfuð dugar fyrir það. Það er bara í skoðun,“ svaraði Víðir. Áður á fundinum hafði hann farið yfir það hvað fjöldatakmarkanirnar sem talað er um í reglugerðinni þýddu þegar það kæmi að verslunum. Þar sem talað væri um tíu í venjulegum verslunum, fimmtíu í matvöruverslunum og lyfjaverslunum og fleiri í stærri verslunum væri átt við fjölda viðskiptavina. Starfsmenn verslana væru teknir út fyrir sviga í þessari talningu en þeir mættu að hámarki vera tíu í hverju sóttvarnahólfi í stærri verslunum. Víðir hvatti þó verslunarmenn til þess að reyna að hafa eins fá starfsmenn við þjónustu eins og mögulegt væri í samræmi við það að almenningur ætti að leita sér eins lítið að þjónustu og mögulegt væri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Áfengi og tóbak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira