Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 07:01 Það skiptir ekki máli við hvað við störfum, Covidþreytan er farin að reyna á. Vísir/Getty Covidþreyta er staðreynd og í raun eitthvað sem fæstir mótmæla að sé til staðar. Vinnustaðir þar á meðal enda reynir á að vinna í fjarvinnu eða við aðstæður nú þegar strangar sóttvarnarreglur gilda. Þá hefur félagslegi hlutinn breyst verulega síðustu mánuði, sem margir finna fyrir. Vísbendingar um að þú sért að upplifa Covidþreytu og þér finnist hún vera farin að bitna á vinnunni þinni, eru t.d. eftirfarandi: Minni afköst, verri einbeiting Eitt af einkennum Covidþreytu getur komið fram í því að þér finnst þú ekki ná nógu góðum tökum á verkefnum eða vinnu. Skilvirknin er hreinlega minni og þér finnst erfiðara að halda einbeitingu á verkefnum. Fyrir vikið líður þér ekki vel og hefur á tilfinningunni að þú sért ekki að afkasta sem skyldi. Styttri þráður Í samkomubanninu í vor varstu kannski ekki að velta því neitt fyrir þér hvort sumir samstarfsfélagar kæmu oft of seint á fjarfundi eða að félagslegi hlutinn væri lítill sem enginn. Þeir sem voru starfandi heima náðu að tækla aðstæður ágætlega þótt maki og börn væru líka heima. Aðrir mættu til vinnu og unnu við stífar sóttvarnarreglur og fjarlægðarmörk sem gerði vinnuna erfiða fyrir alla en þó: Allir bara stóðu við sitt og þetta gekk ágætlega upp. En allt í einu núna….. eru hreinlega ýmiss atriði farinn að fara í taugarnar á þér. Það gæti verið heima í fjarvinnunni eða við þær aðstæður sem verið er að vinna undir á vinnustöðunum. Já, kveikiþráðurinn er hreinlega orðinn styttri og þolmörkin minni fyrir ýmsum smáatriðum sem trufluðu þig ekki áður. Meiri losarabragur Jafn algengt og það er að geyma stundum verkefni í vinnunni og rumpa þeim síðan af á síðustu stundu á það alls ekki við um alla. Margir telja sig þvert á móti vera mjög skipulagðir, eru með forgangsröðun verkefna á hreinu og finnst betra að vera með bæði skipulag og afköst alveg á tæru. Í dag upplifa hins vegar margir einhvern losarabrag á öllu. Eru oftar á síðustu stundum einfaldlega vegna þess að fólk kemur sér ekki af stað og stundum er hreinlega eins og einhver leti grípi fólk og fólk upplifir sig oftar þreytt. Lífstíll úr skorðum, líka matur og svefn Þá upplifa það margir að bæði matarræðið og svefn eru ekki í sömu rútínu og áður. Sumir eru að borða of mikið á meðan aðrir finna fyrir minni matarlyst. Margir eru að upplifa svefntruflanir eða breytingu á svefnvenjum. Sofa minna eða meira. Eitt af einkennum Covidþreytunnar er að kveikiþráðurinn verður styttri.Vísir/Getty En hvað er til ráða? Heimurinn þarf að lifa við kórónufaraldurinn enn um sinn og þótt bóluefni sé í augsýn má gera ráð fyrir nokkuð löngum tíma í viðbót þar sem sóttvarnarreglur eru hertar eða á þeim slakað á víxl. Hér eru nokkur góð ráð sem geta nýst til að sporna við einkennum Covidþreytunnar í vinnunni. 1. Verkefnalisti Það er alltaf gott í vinnu að gera sér verkefnalista og læra hvernig best hentar að forgangsraða verkefnunum sínum. Hins vegar er þetta atriði meira áríðandi nú því verkefnalisti er eitt af því sem getur hjálpað til við að sporna gegn einkennum Covidþreytu. 2. Hreyfing í hálftíma Og eins og þríeykið er alltaf að benda á: Hreyfing er mikilvæg. Þótt margir hafi slegið slöku við í hreyfingu síðustu mánuði en eru jafnvel „á leiðinni“ að fara að gera eitthvað, er gott að staldra við og taka hreinlega ákvörðun um að BYRJA. Hálftíma hreyfing á dag, t.d. göngutúr, æfingar heima eða annað. Til að sporna við Covidþreytu þurfum við að koma okkur af stiginu „að ætla bráðum að fara að gera eitthvað“ yfir í að framkvæma. 3. Skilgreindu áhyggjur og líðan Oft upplifum við það að vera alveg búin á því án þess að vita nákvæmlega hvað það er sem er að þreyta okkur. Fréttirnar eru ekki beint upplífgandi þessa dagana og þótt bóluefni sé í sjónmáli veit enginn hvenær kórónufaraldurinn muni í raun taka enda. Þegar við finnum til þreytu vegna ástandsins er gott ráð að skilgreina það svolítið hvernig okkur líður og átta okkur á því hvað virðist vera að plaga okkur. Jafnvel að styðjast við eftirfarandi fimm atriði: Hvernig líður mér, hvaða hljóð heyri ég, hvað sé ég í kringum mig, bragða eða lykta? Og þegar okkur finnst Covidþreytan yfirþyrmandi er líka hægt að gera einfalda hluti eins og að hlusta á góða tónlist, skvetta köldu vatni framan í sig eða skiptast á bröndurum með vini. Aðalmálið er að vera meðvitaður um að í því ástandi sem nú ríkir, þurfum við að hafa fyrir því að hressa okkur við. Margir mæla líka með núvitund eða að þjálfa sig í öndun. Sem einfalda öndunaræfingu má nefna 5-5-5 æfinguna. Hún felur það í sér að í 5 sekúndur dregur þú andann rólega inn. Síðan heldur þú andanum inni í 5 sekúndur og loks andar þú frá þér á 5 sekúndum. Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45 Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Covidþreyta er staðreynd og í raun eitthvað sem fæstir mótmæla að sé til staðar. Vinnustaðir þar á meðal enda reynir á að vinna í fjarvinnu eða við aðstæður nú þegar strangar sóttvarnarreglur gilda. Þá hefur félagslegi hlutinn breyst verulega síðustu mánuði, sem margir finna fyrir. Vísbendingar um að þú sért að upplifa Covidþreytu og þér finnist hún vera farin að bitna á vinnunni þinni, eru t.d. eftirfarandi: Minni afköst, verri einbeiting Eitt af einkennum Covidþreytu getur komið fram í því að þér finnst þú ekki ná nógu góðum tökum á verkefnum eða vinnu. Skilvirknin er hreinlega minni og þér finnst erfiðara að halda einbeitingu á verkefnum. Fyrir vikið líður þér ekki vel og hefur á tilfinningunni að þú sért ekki að afkasta sem skyldi. Styttri þráður Í samkomubanninu í vor varstu kannski ekki að velta því neitt fyrir þér hvort sumir samstarfsfélagar kæmu oft of seint á fjarfundi eða að félagslegi hlutinn væri lítill sem enginn. Þeir sem voru starfandi heima náðu að tækla aðstæður ágætlega þótt maki og börn væru líka heima. Aðrir mættu til vinnu og unnu við stífar sóttvarnarreglur og fjarlægðarmörk sem gerði vinnuna erfiða fyrir alla en þó: Allir bara stóðu við sitt og þetta gekk ágætlega upp. En allt í einu núna….. eru hreinlega ýmiss atriði farinn að fara í taugarnar á þér. Það gæti verið heima í fjarvinnunni eða við þær aðstæður sem verið er að vinna undir á vinnustöðunum. Já, kveikiþráðurinn er hreinlega orðinn styttri og þolmörkin minni fyrir ýmsum smáatriðum sem trufluðu þig ekki áður. Meiri losarabragur Jafn algengt og það er að geyma stundum verkefni í vinnunni og rumpa þeim síðan af á síðustu stundu á það alls ekki við um alla. Margir telja sig þvert á móti vera mjög skipulagðir, eru með forgangsröðun verkefna á hreinu og finnst betra að vera með bæði skipulag og afköst alveg á tæru. Í dag upplifa hins vegar margir einhvern losarabrag á öllu. Eru oftar á síðustu stundum einfaldlega vegna þess að fólk kemur sér ekki af stað og stundum er hreinlega eins og einhver leti grípi fólk og fólk upplifir sig oftar þreytt. Lífstíll úr skorðum, líka matur og svefn Þá upplifa það margir að bæði matarræðið og svefn eru ekki í sömu rútínu og áður. Sumir eru að borða of mikið á meðan aðrir finna fyrir minni matarlyst. Margir eru að upplifa svefntruflanir eða breytingu á svefnvenjum. Sofa minna eða meira. Eitt af einkennum Covidþreytunnar er að kveikiþráðurinn verður styttri.Vísir/Getty En hvað er til ráða? Heimurinn þarf að lifa við kórónufaraldurinn enn um sinn og þótt bóluefni sé í augsýn má gera ráð fyrir nokkuð löngum tíma í viðbót þar sem sóttvarnarreglur eru hertar eða á þeim slakað á víxl. Hér eru nokkur góð ráð sem geta nýst til að sporna við einkennum Covidþreytunnar í vinnunni. 1. Verkefnalisti Það er alltaf gott í vinnu að gera sér verkefnalista og læra hvernig best hentar að forgangsraða verkefnunum sínum. Hins vegar er þetta atriði meira áríðandi nú því verkefnalisti er eitt af því sem getur hjálpað til við að sporna gegn einkennum Covidþreytu. 2. Hreyfing í hálftíma Og eins og þríeykið er alltaf að benda á: Hreyfing er mikilvæg. Þótt margir hafi slegið slöku við í hreyfingu síðustu mánuði en eru jafnvel „á leiðinni“ að fara að gera eitthvað, er gott að staldra við og taka hreinlega ákvörðun um að BYRJA. Hálftíma hreyfing á dag, t.d. göngutúr, æfingar heima eða annað. Til að sporna við Covidþreytu þurfum við að koma okkur af stiginu „að ætla bráðum að fara að gera eitthvað“ yfir í að framkvæma. 3. Skilgreindu áhyggjur og líðan Oft upplifum við það að vera alveg búin á því án þess að vita nákvæmlega hvað það er sem er að þreyta okkur. Fréttirnar eru ekki beint upplífgandi þessa dagana og þótt bóluefni sé í sjónmáli veit enginn hvenær kórónufaraldurinn muni í raun taka enda. Þegar við finnum til þreytu vegna ástandsins er gott ráð að skilgreina það svolítið hvernig okkur líður og átta okkur á því hvað virðist vera að plaga okkur. Jafnvel að styðjast við eftirfarandi fimm atriði: Hvernig líður mér, hvaða hljóð heyri ég, hvað sé ég í kringum mig, bragða eða lykta? Og þegar okkur finnst Covidþreytan yfirþyrmandi er líka hægt að gera einfalda hluti eins og að hlusta á góða tónlist, skvetta köldu vatni framan í sig eða skiptast á bröndurum með vini. Aðalmálið er að vera meðvitaður um að í því ástandi sem nú ríkir, þurfum við að hafa fyrir því að hressa okkur við. Margir mæla líka með núvitund eða að þjálfa sig í öndun. Sem einfalda öndunaræfingu má nefna 5-5-5 æfinguna. Hún felur það í sér að í 5 sekúndur dregur þú andann rólega inn. Síðan heldur þú andanum inni í 5 sekúndur og loks andar þú frá þér á 5 sekúndum.
Góðu ráðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00 „Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00 Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00 Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45 Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Góð ráð fyrir verkefnalistann og forgangsröðun verkefna Að gera góðan verkefnalista fyrir daginn getur létt á verkefnaálagi og áhyggjum eða því að gleyma að koma einhverju ákveðnu í verk. En hvernig gerum við listan og hvernig er best að forgangsraða verkefnum? 7. apríl 2020 09:00
„Aldrei að standa grafkyrr við vinnu“ Starfsmaður sem fær fræðslu um það hvernig líkamsbeiting hentar best við vinnu er líklegri til að halda úti lengur í verki og vinnu. 30. júní 2020 10:00
Álag á líkamann: Hvernig er vinnuaðstaðan heima hjá þér? Enginn veit hversu lengi fjarvinnan mun vara og því er mjög mikilvægt að huga vel að vinnuaðstöðunni heima. 27. mars 2020 07:00
Fjárhagsáhyggjur eru mesti kvíðinn, bitna á öllu og afleiðingarnar oft alvarlegar „Með aukinni fjárhagslegri streitu, aukast líkur á samskiptavandamálum, bæði á vinnustað en einnig í persónulega lífinu. Álagið getur verið mikið á hjónabandið. Auknar líkur eru á heimilisofbeldi og skilnuðum sömuleiðis,“ segir Haukur Sigurðsson sálfræðingur. 15. apríl 2020 08:45
Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15