Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 09:52 Forstjóri Landspítalans sagði á fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun að nú sé verið að framkvæma um 35% af aðgerðum spítalans. Vísir/Vilhelm Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira