Heitir því að kæra úrslit í Biden-ríkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 18:41 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heitir því að höfða dómsmál vegna úrslita forsetakosninganna á grundvelli meintra kosningasvika. Mál verði höfðuð í öllum ríkjum sem Biden hefur nýlega verið lýstur sigurvegari í. Frá þessu greindi Trump á Twitter-reikningi sínum í dag. Þrátt fyrir ásakanir hans um meint kosningasvik í ríkjunum setti forsetinn ekki fram neinar sannanir þess efnis heldur vísaði í „fjölmiðla“. Ekkert virðist benda til þess að kosningasvik hafi verið viðhöfð í umræddum ríkjum. „Stöðvum svikin!“ bætti Trump svo við í öðru tísti, einu af fjölmörgum í dag. Bæði tíst forsetans hafa verið merkt sem umdeild eða misvísandi af Twitter. All of the recent Biden claimed States will be legally challenged by us for Voter Fraud and State Election Fraud. Plenty of proof - just check out the Media. WE WILL WIN! America First!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 STOP THE FRAUD!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 5, 2020 Framboð Trumps hefur höfðað mál vegna framkvæmdar kosninganna og talningarinnar í fimm ríkjum; Nevada, Pennsylvaníu, Michigan, Wisconsin og Georgíu. Síðast var tilkynnt um málshöfðun í Nevada á óvenjulegum blaðamannafundi framboðsins, sem heldur því fram að þúsundir manna hafi greitt atkvæði sem ekki búa lengur í ríkinu. Jacob Soboroff, fréttamaður MSNBC, krafði Richard Grenell, forsvarsmann Trump-framboðsins á blaðamannafundinum í Nevada og fyrrverandi sendiherra, um sannanir fyrir meintum kosningasvikum í ríkinu eftir blaðamannafundinn. Grenell vék sér undan ítrekuðum spurningum Soboroffs, svaraði raunar engu, og gekk rakleiðis inn í smárútu með skyggðum gluggum, líkt og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. BREAKING: @jacobsoboroff demands evidence from Ric Grenell, Trump adviser and former acting director of national intelligence, to back up his assertions about votes in Nevada. pic.twitter.com/glaBjSHJk8— MSNBC (@MSNBC) November 5, 2020 Enn er beðið eftir niðurstöðum kosninganna í Nevada og Georgíu en helstu miðlar hafa þegar lýst Biden sigurvegara í Michigan og Wisconsin. Sérfræðingar eru flestir á því að Biden merji sigur í Nevada og þá hefur forskot Trumps í Georgíu minnkað eftir því sem líður á daginn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira