Lifandi vísindaskáldsaga og viðbrögð við henni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 08:00 Um þessar mundir eru um þrjú ár síðan sitjandi ríkistjórn tók við völdum. Þetta hafa verið þrjú viðburðarík ár. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á gott jafnvægi í ríkisfjármálum, að efnahagur vænkist hratt og að gæta þurfi að jafnvægi meðal allra sem landið byggja. Auk þess að þar kemur fram að óvenjulegar aðstæður kalli á breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Breytt sviðsmynd Við upphaf ríkisstjórnarsamstarfsins hefði engin getað gert sér í hugarlund hvað myndi bíða okkar á árinu 2020, enda hefur árið verið líkt og vísindaskáldsaga. Covid 19 skall á okkur með gríðarlegum verkefnum og breytti heildar myndinni. Sú framtíð sem við okkur blasir er líkt og 5000 mynda púsluspil sem ekki hefur verið raðað saman og enginn fyrirmynd gefin til að byggja á. Enginn sá fyrir þetta ástand, en það var sem og hugað fyrir þeim. Nú er gott að hafa breiddina við ríkistjórnarborðið og víðan sjóndeildarhring. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið margvísleg, unnið hefur verið að mörgum stórum og óvæntum verkefnum ávallt með það að leiðarljósi að tryggja afkomu fólks, og sérstaklega hefur verið horft til viðkvæmra hópa í samfélaginu. Aðgerðir til þess að halda samfélaginu gangandi Það reynir á sveitafélög í þessum aðstæðum og grunnþjónustu sem þau þurfa að veita. Sveitarfélög eru misvel undir það búnir að taka á sig þann kostnað sem þessar breyttu aðstæður valda. Því skipta þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í miklu máli fyrir rekstur sveitarfélaga um allt land. Nú þegar eru félagslegar aðgerðir einar metnar á 24 milljarða kr. Í þeim felast m.a. úrræði á vegum stjórnvalda til að viðhalda ráðningarsambandi og tryggja afkomu fólks. Þá hefur um 1,6 milljarður kr. runnið til beinna félagslegra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning til viðkvæmra hópa. Ef litið er til þeirra aðgerða sem eru á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins er að finna gríðarmargar aðgerðir sem stuðla að því að halda atvinnulífinu gangandi. Aðgerðir sem skila sér til baka með útsvari og sköttum sem halda svo hjólum samfélagsins gangandi. Beinir félagslegir styrkir Undir félagslegum aðgerðum er líka að finna beina styrki fyrir hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir í þessari stöðu sem nú hefur skapast, þar má til dæmis nefna að sveitarfélögum gafst í sumar kostur á að sækja um styrk vegna viðbótarverkefna sem tengdust frístundastarfi barna í viðkvæmri stöðu. Þá var einnig möguleiki að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna. Alls 39 sveitarfélög, sem í búa 93% allra 67 ára og eldri á landinu, fengu úthlutað 75 m.kr. til fjölbreyttra verkefna. Einnig var veitt fjármagn í verkefni handa börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir svo hægt væri að bjóða upp á afþreyingu og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Aðgerðir skila árangri Þeir styrkir og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í skipta gríðarlega miklu máli, með þeim er fólki haldið í virkni sem og þær auka umsvif í nærsamfélaginu. Staðan er enn óljós og enginn veit hversu lengi við þurfum að lifa á þessum vísindaskáldsögulega tíma. Því verða stjórnvöld áfram að standa vaktina og á því er enginn bilbugur. Nú þegar hefur verið ákveðið að lengja hlutabótaleiðina og á Alþingi er verið að vinna að frumvarpi um tekjufallsstyrki. Allt þetta hjálpar til við að skerpa á framtíðar myndinni og styrkir þá vissu að við komum standandi niður úr þessum aðstæðum. Sumar aðgerðir taka lengri tíma en aðrar en eitt er víst að allri eru að reyna að vinna eins hratt og mögulegt er í þeim aðstæðum sem eru uppi, þjóðinni allri til heilla. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru um þrjú ár síðan sitjandi ríkistjórn tók við völdum. Þetta hafa verið þrjú viðburðarík ár. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á gott jafnvægi í ríkisfjármálum, að efnahagur vænkist hratt og að gæta þurfi að jafnvægi meðal allra sem landið byggja. Auk þess að þar kemur fram að óvenjulegar aðstæður kalli á breytt vinnubrögð, gagnsæi og virðingu gagnvart verkefnum. Breytt sviðsmynd Við upphaf ríkisstjórnarsamstarfsins hefði engin getað gert sér í hugarlund hvað myndi bíða okkar á árinu 2020, enda hefur árið verið líkt og vísindaskáldsaga. Covid 19 skall á okkur með gríðarlegum verkefnum og breytti heildar myndinni. Sú framtíð sem við okkur blasir er líkt og 5000 mynda púsluspil sem ekki hefur verið raðað saman og enginn fyrirmynd gefin til að byggja á. Enginn sá fyrir þetta ástand, en það var sem og hugað fyrir þeim. Nú er gott að hafa breiddina við ríkistjórnarborðið og víðan sjóndeildarhring. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið margvísleg, unnið hefur verið að mörgum stórum og óvæntum verkefnum ávallt með það að leiðarljósi að tryggja afkomu fólks, og sérstaklega hefur verið horft til viðkvæmra hópa í samfélaginu. Aðgerðir til þess að halda samfélaginu gangandi Það reynir á sveitafélög í þessum aðstæðum og grunnþjónustu sem þau þurfa að veita. Sveitarfélög eru misvel undir það búnir að taka á sig þann kostnað sem þessar breyttu aðstæður valda. Því skipta þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ráðist í miklu máli fyrir rekstur sveitarfélaga um allt land. Nú þegar eru félagslegar aðgerðir einar metnar á 24 milljarða kr. Í þeim felast m.a. úrræði á vegum stjórnvalda til að viðhalda ráðningarsambandi og tryggja afkomu fólks. Þá hefur um 1,6 milljarður kr. runnið til beinna félagslegra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning til viðkvæmra hópa. Ef litið er til þeirra aðgerða sem eru á ábyrgð félagsmálaráðuneytisins er að finna gríðarmargar aðgerðir sem stuðla að því að halda atvinnulífinu gangandi. Aðgerðir sem skila sér til baka með útsvari og sköttum sem halda svo hjólum samfélagsins gangandi. Beinir félagslegir styrkir Undir félagslegum aðgerðum er líka að finna beina styrki fyrir hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir í þessari stöðu sem nú hefur skapast, þar má til dæmis nefna að sveitarfélögum gafst í sumar kostur á að sækja um styrk vegna viðbótarverkefna sem tengdust frístundastarfi barna í viðkvæmri stöðu. Þá var einnig möguleiki að sækja um fjárframlag vegna sérstakra viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna. Alls 39 sveitarfélög, sem í búa 93% allra 67 ára og eldri á landinu, fengu úthlutað 75 m.kr. til fjölbreyttra verkefna. Einnig var veitt fjármagn í verkefni handa börnum og ungmennum með fötlun og/eða sérþarfir svo hægt væri að bjóða upp á afþreyingu og rjúfa félagslega einangrun þeirra. Aðgerðir skila árangri Þeir styrkir og þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í skipta gríðarlega miklu máli, með þeim er fólki haldið í virkni sem og þær auka umsvif í nærsamfélaginu. Staðan er enn óljós og enginn veit hversu lengi við þurfum að lifa á þessum vísindaskáldsögulega tíma. Því verða stjórnvöld áfram að standa vaktina og á því er enginn bilbugur. Nú þegar hefur verið ákveðið að lengja hlutabótaleiðina og á Alþingi er verið að vinna að frumvarpi um tekjufallsstyrki. Allt þetta hjálpar til við að skerpa á framtíðar myndinni og styrkir þá vissu að við komum standandi niður úr þessum aðstæðum. Sumar aðgerðir taka lengri tíma en aðrar en eitt er víst að allri eru að reyna að vinna eins hratt og mögulegt er í þeim aðstæðum sem eru uppi, þjóðinni allri til heilla. Áfram veginn. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokks.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun