Fékk martraðir í tvær vikur eftir að hafa tekið upp efni fyrir þættina Stefán Árni Pálsson skrifar 6. nóvember 2020 10:30 Ummerki hefja göngu sína á sunnudaginn. Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon. Ísland í dag Ummerki Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Sjónvarpsþáttaserían Ummerki hefur göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn. Um er að ræða sex þátta seríu sem fjallar um íslensk sakamál í umsjón Sunnu Karenar Sigurþórsdóttur. Þættirnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar hér á landi þar sem einblínt er á sakamálin frá sjónarhorni rannsakandans. Í þættinum er glæpavettvangur endurgerður á mjög nákvæman hátt og í samvinnu við lögreglu. Sindri Sindrason skellti sér á tökustað í vikunni og kynnti sér þættina fyrir Ísland í dag sem sýnt var í gærkvöldi. „Við erum að kafa í rannsóknargögn og sönnunargögn sem leiddu til sakfellingar í morðmálum á Íslandi,“ segir Lúðvík Páll Lúðvíksson framleiðandi þáttanna. Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður skrifaði handritið af þáttunum og segir hún tímann hafa verið spennandi. „Lúlli á þessa hugmynd og hann hafði samband við mig. Viku síðar var ég hætt í vinnunni og byrjuð að skrifa þetta handrit. Á sama tíma var fyrsta bylgja af covid og áður en ég vissi af var ég bara heima hjá mér með úfið hár að lesa um glæði og morð sem var áhugavert en átakanlegt í senn,“ segir Sunna. Málin eru alveg frá árinu 2002 til ársins 2017. „Í rauninni hefur ekki verið gerð svona sería hér á landi áður þar sem við erum að tækla þetta frá sjónarhorni rannsakanda. Hvernig þeir safna sönnunargögnum, fótsporið fyrir utan gluggann og hvernig þeir ná gæjanum og allt þetta,“ segir Lúðvík. „Ég var pínu skeptískur til að byrja með en svo var bent á það að þetta eru allt opinber mál. Gögnin liggja fyrir, það er búið að fjalla um þau og búið að dæma í þeim. Það vildi þannig til að ég kom að flestum af þessum málum,“ segir Ragnar Jónsson rannsóknarlögreglumaður, sem vann þættina með þeim Lúðvík og Sunnu. „Það var svolítið grafískt fyrir svona venjulegan mann,“ segir Hákon Sverrisson myndatökumaður í þáttunum sem tók upp efni í líkhúsi. „Ég dáist af þessu fólki sem vinnur við þetta að halda geðheilsunni. Fékk martraðir í svona tvær vikur, alltaf annað slagið, bara út frá því að vera þarna niður frá,“ segir Hákon.
Ísland í dag Ummerki Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira