Ellefu beinar útsendingar eru á sportrásum Stöðvar 2 og hliðarrásum í dag.
Dagurinn hefst með Aphrodite Hills Cyprus Showdown á Evróputúrnum en bein útsending hefst á Golstöðinni klukkan 10.00.
Alls eru tvær beinar útsendingar úr golfinu í dag en klukkan 18.00 er það Houston Open frá PGA-mótaröðinni.
Klukkanm 12.30 er það svo leikur Reading og Stoke City en einnig er ítalski boltinn, spænski fótboltinn sem og körfuboltinn á dagskránni í dag.
Síðast en ekki síst er það uppgjörsþáttur af Pepsi Max deild karla í kvöld en Stúkan fer í loftið klukkan 20.00 þar sem veitt verða verðlaun fyrir tímabilið.