Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 20:20 Donald Trump yfirgefur golfvöllinn síðdegis í dag, en hann var einmitt í miðjum golfleik þegar stærstu fjölmiðlarnir vestanhafs lýstu yfir sigri Joe Biden. AP/Steve Helber Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21