Brosti til stuðningsmanna er hann yfirgaf golfvöllinn Sylvía Hall skrifar 7. nóvember 2020 20:20 Donald Trump yfirgefur golfvöllinn síðdegis í dag, en hann var einmitt í miðjum golfleik þegar stærstu fjölmiðlarnir vestanhafs lýstu yfir sigri Joe Biden. AP/Steve Helber Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Donald Trump var í golfi í Virginíu þegar ljóst þótti að engar líkur væru á því að hann færi með sigur úr býtum í Pennsylvaníu. Tuttugu kjörmenn ríkisins voru að öllum líkindum á leið til Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, og tryggðu honum þar með kjörmennina 270 sem hann þurfti til þess að tryggja sér sigurinn. Biden hefur nú tryggt sér 279 kjörmenn. Nokkrir stuðningsmenn Trump voru við golfvöllinn þar sem mátti sjá nokkur skilti með áletruninni Stop the steal, eða Stöðvið stuldinn, sem vísar til ummæla Trump um að Demókratar hafi stolið kosningunum með ólöglegum atkvæðum. Sjálfur hefur Trump lýst því yfir að hann ætli ekki að viðurkenna ósigur. Trump hefur boðað frekari lögsóknir frá og með næstkomandi mánudegi. Trump hefur ítrekað staðhæft að maðkur sé í mysunni hvað varðar kosningarnar Biden í hag, án þess að hafa reitt fram sannanir eða gögn um að slík hafi verið raunin. „Hvað er Biden að fela? Ég mun ekki hvílast fyrr en bandaríska þjóðin fær þá heiðarlegu talningu atkvæða sem þau eiga skilið og sem lýðræðið krefst,“ skrifaði forsetinn í yfirlýsingu. Trump veifaði til stuðningsmanna sinna þegar hann yfirgaf völlinn í dag. Margir stuðningsmenn hans hafa lýst yfir reiði sinni og segjast efast um lögmæti kosninganna. Fregnir hafa borist af því að þeir séu farnir að hópast saman í Arizona, þar sem enn á eftir að tilkynna endanleg úrslit. Donald Trump plays golf in Sterling, Virginia around the time the news that Joe Biden won the #USElection was announced.Follow live updates: https://t.co/9UFQKj4s5x pic.twitter.com/mCzS7N0GBI— SkyNews (@SkyNews) November 7, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30 Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36 Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Telur að kærur Trump muni ekki breyta niðurstöðu kosninganna „Hvað sem Trump segir núna um að hann vilji kæra útkomur og þess háttar þá er ólíklegt að það muni gera neitt til að breyta niðurstöðu kosninganna. Þær liggja fyrir.“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 7. nóvember 2020 19:30
Ótrúleg fagnaðarlæti víða um Bandaríkin eftir að sigri Biden var lýst yfir Augu heimsbyggðarinnar voru á Pennsylvaníu í dag á meðan beðið var eftir úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. 7. nóvember 2020 19:36
Forsætisráðherra sendir Biden og Harris hamingjuóskir Forsætisráðherra Íslands óskar Biden og Harris til hamingju með kjörið. 7. nóvember 2020 18:21