Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2020 12:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. Í fréttatilkynningu frá afstöðu segir að dómsmálaráðuneytið hafi hafnað tillögum félagsins um ívilnanir fyrir alla fanga jafnt vegna þungbærrar fangelsisvistar í faraldrinum. Segir félagið að ráðuneytið vilji frekar veita „sumum ívilnun, ekki öðrum.“ „Þær grimmilegu kvaðir sem lagðar hafa verið á fangelsi landsins birtast í gríðarlegri einangrun fanga sem hafa haft geigvænleg áhrif á geðheilsu þeirra. Einnig hafa samskipti við fjölskyldu og vini verið skorin niður þannig að jafna má við að slitin séu. Engin eðlileg samskipti hafa verið á milli fanga og ástvina eða barna frá því á vormánuðum. Vistin er gríðarlega þungbær og má helst líkja vil einangrunarvist. Eflaust verða skrifaðar lærðar ritgerðir um þennan tíma og hver veit nema þeir fangar sem ofbeldinu hafa sætt fái bætur í áranna rás,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fangar hér á landi séu ekki taldir til viðkvæms hóps gagnvart Covid-19, en séu aftur á móti viðkvæmur hópur með tilliti til geðheilsu og félagslegrar einangrunar. Ekki sé litið með fullnægjandi hætti til mögulega neikvæðra áhrifa á heilsu þegar ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar séu gerðar. Tillögum vel tekið í orði en hafnað Í ttilkynningunni segir þá Afstaða hafi sent tillögur til Fangelsismálastofnunar og ráðherra. Þeim hafi verið vel tekið í orði, en engin raunveruleg alvara hafi verið á bak við jákvæð svör. „Reglurnar hér á landi eru mun strangari en í nágrannalöndum okkar. Það hefur Afstaða fengið staðfest með því að hafa samband við fangelsismálayfirvöld þar. Þar reyndar tók það fáeinar klukkustundir að fá svör við einhverju sem Fangelsismálastofnun tekur sér tvær vikur í að svara. Þar ríkir meðalhóf í fangelsum en ekki hér, alls ekki. Komið hafa upp smit á spítölum og hægt hefur verið að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu þar, má líta til þeirra með sóttvarnir,“ segir þá í tilkynningunni. Þá kemur fram að sumum föngum hafi verið leyft að yfirgefa fangelsi í miðri afplánun, en öðrum ekki. Sumir hafi fengið reynslulausn, en ekki aðrir. Eins er staðhæft að einhverjir sem hefðu átt að njóta forgangs vegna góðrar hegðunar hafi ekki fengið slíka ívilnun. Eins hafi margir sem fengu slíka ívilnun snúið fljótt aftur, „vegna þess hversu vanhugsað þetta var.“ Þá segir að Afstaða hafi átt í góðu og nánu samstarfi við Fangelsismálastofnun og stutt aðgerðir hennar. Það gerir félagið þó ekki lengur. Félagið hvetur einnig fanga sem telja að brotið hafi verið á þeim í faraldrinum að leita réttar síns, og býðst til þess að hjálpa til við slíkt. „Margt er ósagt og sérstaklega um aðstandendur fanga sem leitað hafa til Afstöðu í umvörpum síðasta misserið vegna þess misréttis sem sérstaklega börn fanga eru beitt með þessum harkalegu aðgerðum. Hér væri t.d. barnamálaráðherra kominn upp á afturfæturna ef um væri að ræða ýmsa aðra hópa. Við hvetjum alla aðstandendur einnig til að hafa samband við Afstöðu til þess að kvarta yfir þeim aðgerðum sem Fangelsismálastofnun hefur staðið fyrir síðan snemma á þessu ári.“ Þá segir að viðbrögð fangelsisyfirvalda hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar sem skili sér í lok afplánunar út á götu, í formi aukinnar neyslu og fleiri afbrota. Því beri yfirvöld ábyrgð á. „Afstaða harmar stöðuna sem upp er komin en í ljósi aðstæðna þá verður að bregðast við.“ Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. Í fréttatilkynningu frá afstöðu segir að dómsmálaráðuneytið hafi hafnað tillögum félagsins um ívilnanir fyrir alla fanga jafnt vegna þungbærrar fangelsisvistar í faraldrinum. Segir félagið að ráðuneytið vilji frekar veita „sumum ívilnun, ekki öðrum.“ „Þær grimmilegu kvaðir sem lagðar hafa verið á fangelsi landsins birtast í gríðarlegri einangrun fanga sem hafa haft geigvænleg áhrif á geðheilsu þeirra. Einnig hafa samskipti við fjölskyldu og vini verið skorin niður þannig að jafna má við að slitin séu. Engin eðlileg samskipti hafa verið á milli fanga og ástvina eða barna frá því á vormánuðum. Vistin er gríðarlega þungbær og má helst líkja vil einangrunarvist. Eflaust verða skrifaðar lærðar ritgerðir um þennan tíma og hver veit nema þeir fangar sem ofbeldinu hafa sætt fái bætur í áranna rás,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að fangar hér á landi séu ekki taldir til viðkvæms hóps gagnvart Covid-19, en séu aftur á móti viðkvæmur hópur með tilliti til geðheilsu og félagslegrar einangrunar. Ekki sé litið með fullnægjandi hætti til mögulega neikvæðra áhrifa á heilsu þegar ráðstafanir til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar séu gerðar. Tillögum vel tekið í orði en hafnað Í ttilkynningunni segir þá Afstaða hafi sent tillögur til Fangelsismálastofnunar og ráðherra. Þeim hafi verið vel tekið í orði, en engin raunveruleg alvara hafi verið á bak við jákvæð svör. „Reglurnar hér á landi eru mun strangari en í nágrannalöndum okkar. Það hefur Afstaða fengið staðfest með því að hafa samband við fangelsismálayfirvöld þar. Þar reyndar tók það fáeinar klukkustundir að fá svör við einhverju sem Fangelsismálastofnun tekur sér tvær vikur í að svara. Þar ríkir meðalhóf í fangelsum en ekki hér, alls ekki. Komið hafa upp smit á spítölum og hægt hefur verið að koma í veg fyrir óhefta útbreiðslu þar, má líta til þeirra með sóttvarnir,“ segir þá í tilkynningunni. Þá kemur fram að sumum föngum hafi verið leyft að yfirgefa fangelsi í miðri afplánun, en öðrum ekki. Sumir hafi fengið reynslulausn, en ekki aðrir. Eins er staðhæft að einhverjir sem hefðu átt að njóta forgangs vegna góðrar hegðunar hafi ekki fengið slíka ívilnun. Eins hafi margir sem fengu slíka ívilnun snúið fljótt aftur, „vegna þess hversu vanhugsað þetta var.“ Þá segir að Afstaða hafi átt í góðu og nánu samstarfi við Fangelsismálastofnun og stutt aðgerðir hennar. Það gerir félagið þó ekki lengur. Félagið hvetur einnig fanga sem telja að brotið hafi verið á þeim í faraldrinum að leita réttar síns, og býðst til þess að hjálpa til við slíkt. „Margt er ósagt og sérstaklega um aðstandendur fanga sem leitað hafa til Afstöðu í umvörpum síðasta misserið vegna þess misréttis sem sérstaklega börn fanga eru beitt með þessum harkalegu aðgerðum. Hér væri t.d. barnamálaráðherra kominn upp á afturfæturna ef um væri að ræða ýmsa aðra hópa. Við hvetjum alla aðstandendur einnig til að hafa samband við Afstöðu til þess að kvarta yfir þeim aðgerðum sem Fangelsismálastofnun hefur staðið fyrir síðan snemma á þessu ári.“ Þá segir að viðbrögð fangelsisyfirvalda hafi í för með sér alvarlegar afleiðingar sem skili sér í lok afplánunar út á götu, í formi aukinnar neyslu og fleiri afbrota. Því beri yfirvöld ábyrgð á. „Afstaða harmar stöðuna sem upp er komin en í ljósi aðstæðna þá verður að bregðast við.“
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira