Tengdasonur Erdogan segir af sér sem fjármálaráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 22:45 Berat Albayrak fjármálaráðherra Tyrklands hefur sagt af sér. Vísir/EPA Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó. Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Berat Albayrak, fjármálaráðherra Tyrklands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að segja af sér heilsu sinnar vegna. Hann er annar háttsettra manna í efnahagsmálum sem horfið hefur frá störfum síðustu tvo daga en seðlabankastjóra Tyrklands var í gær vikið frá störfum. Efnahagur landsins hefur tekið mikla dýfu frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á en gildi lírunnar, gjaldeyris Tyrklands, hefur lækkað um 30% það sem af er ári. Fjárfestar hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir getu Seðlabankans til að takast á við verðbólguna. Albayrak tilkynnti afsögn sína í tilkynningu á Instagram, og var síðan staðfest af opinberum starfsmanni. Margir telja afsögnina enga tilviljun en í gær skipti Recep Tayyip Erdogan, forseti landsins og tengdafaðir Albayraks, seðlabankastjóranum út fyrir fyrrverandi ráðherra. Bent hefur verið á að stefna nýs seðlabankastjóra í efnahagsmálum er á skjön við stefnu Albayraks. „Ég hef ákveðið að ég geti ekki sinnt embætti ráðherra lengur, sem ég hef sinnt í nærri fimm ár, heilsu minnar vegna,“ skrifaði Albayrak í yfirlýsingunni. Albayrak var skipaður fjármálaráðherra fyrir tveimur árum síðan en þar áður var hann orkumálaráðherra. Tveir heimildamenn Reuters í starfsliði forsetans sáu sér ekki fært um að staðfesta yfirlýsinguna en starfsmaður fjármálaráðuneytisins staðfesti hana þó.
Tyrkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35 Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Innlent Fleiri fréttir Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Sjá meira
Erdogan hvetur til sniðgöngu og kallar Macron fasista Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hvatti landa sína í dag til þess að sniðganga franskar vörur. 26. október 2020 14:35
Grikkir segja Tyrki ógna friði í Eyjahafi Yfirvöld í Grikklandi segjast ekki ætla að eiga í viðræðum við Tyrki á meðan þeir eru með rannsóknarskip á hafsvæði sem ríkin deila nú um. 13. október 2020 10:46
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59