Rúrik leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Rúrik Gíslason í leiknum fræga gegn Argentínu á HM 2018. vísir/vilhelm Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen. Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen.
Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira