Erik Hamrén segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta þyrsti enn í árangur og hár aldur þess skipti engu í því samhengi.
„Leikmennirnir eru enn mjög hungraðir og ef hugarfarið er þannig skiptir aldur ekki máli,,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Ungverjalandi í dag.
„Þú getur verið ungur og ekki hungraður og gamall og hungraður. Og þessa stráka þyrstir enn í árangur,“ bætti Svíinn við.
Á fundinum kom fram að allir leikmenn Íslands væru heilir og klárir í leikinn mikilvæga á morgun.
Með sigri á Ungverjum komast Íslendingar á EM á næsta ári og um leið þriðja stórmótið í röð.

Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.