Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 12. nóvember 2020 07:54 Myndin er tekin á Times Square í New York fyrir nokkrum dögum en torgið iðar vanalega iðar af lífi en nú er enda einn helsti ferðamannastaður borgarinnar. Getty/Noam Galai Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira