Meintur hrotti í Hrísey í varðhaldi vel inn í aðventuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 16:36 Maðurinn er grunaður um hin ýmsu brot í Hrísey í Eyjafirði. Vísir/Egill Karlmaður búsettur í Hrísey í Eyjafirði sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. desember. Krafa lögreglustjórans á Norðurlandi eystra var lögð fram fyrir Héraðsdómi Suðurlands sem féllst á kröfuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 16. október. Tólf vikna hámark er á gæsluvarðhaldssetu án þess að gefin hafi verið út ákæra í málinu. Brot gegn sambýliskonu til rannsóknar Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar á dögunum var varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar sagði að hann væri sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar sagði jafnframt að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelsissviptingar. Maðurinn er sagður hafa játað þetta að stórum hluta. Grunur um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er karlmaðurinn grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu sagði meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrði reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt væri að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum. Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. 26. október 2020 19:31 Maður sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot í Hrísey úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á fertugsaldri, búsettur í Hrísey, var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember næstkomandi en hann er sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot. 16. október 2020 13:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Karlmaður búsettur í Hrísey í Eyjafirði sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. desember. Krafa lögreglustjórans á Norðurlandi eystra var lögð fram fyrir Héraðsdómi Suðurlands sem féllst á kröfuna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 16. október. Tólf vikna hámark er á gæsluvarðhaldssetu án þess að gefin hafi verið út ákæra í málinu. Brot gegn sambýliskonu til rannsóknar Fyrr í mánuðinum greindi lögreglan frá því að verið væri að rannsaka fjölmörg ofbeldisbrot mannsins, sem er á fertugsaldri, meðal annars gegn unnustu sinni, sambýlisfólki og nágrönnum í Hrísey. Í úrskurði Landsréttar á dögunum var varpað ljósi á það hvaða brot maðurinn er grunaður um að hafa framið. Þar sagði að hann væri sakaður að hafa ítrekað ráðist að unnustu sinni, fyrst í nóvember á síðasta ári þannig að hann hafi tekið hana hálstaki þannig að hún missti meðvitund. Konan hafi sakað hann um daglegt ofbeldi frá því að samband þeirra hófst skömmu áður. Í úrskurði Landsréttar sagði jafnframt að það sem hafi orðið ástæða afskipta lögreglu af manninum hafi verið að maðurinn hafi skvett súpu og olíu yfir konuna, slegið hana, hrint henni og troðið pappír ofan í kok hennar, auk frelsissviptingar. Maðurinn er sagður hafa játað þetta að stórum hluta. Grunur um endurtekin brot á sóttvarnarlögum Þá er karlmaðurinn grunaður um að hafa ráðist á annan mann, brotið allar rúður í húsi hans og síðar ráðist á hann og keyrt hátalara að hálsi fórnarlambsins sem hafi átt erfitt með andardrátt. Að auki er hann grunaður um að hafa ruðst inn til nokkurra nágranna sinn, sakaður um innbrot og þjófnað í Dalvíkurbyggð svo dæmi séu tekin. Þá eru hann og unnusta hans sökuð um endurtekin brot á sóttvarnarlögum á meðan þau hafi átt að vera í sóttkví eftir að hafa valið að sleppa skimun eftir heimkomu erlendis frá. Í greinargerð lögreglu sagði meðal annars að maðurinn hafi ítrekað rofið skilyrði reynslulausnar og „nú sé ástandið þannig að hann virðist vera í stjórnlausri afbrotahrinu.“ Mikilvægt væri að stöðva þessa brotahrinu svo hægt sé að ljúka rannsókn þessara mála og eftir atvikum dómsmeðferðar þeirra. Að auki sé það mat lögreglustjóra að vernda þurfi samfélagið fyrir manninum.
Lögreglumál Akureyri Hrísey Tengdar fréttir Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. 26. október 2020 19:31 Maður sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot í Hrísey úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á fertugsaldri, búsettur í Hrísey, var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember næstkomandi en hann er sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot. 16. október 2020 13:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Vildu stöðva „stjórnlausa afbrotahrinu“ í Hrísey Lögreglan á Norðurlandi eystra fór meðal annars fram á gæsluvarðhald yfir manni búsettum í Hrísey sem grunaður er um fjölmörg ofbeldisbrot til þess að stöðva afbrotahrinu hans, sem lögreglan segir að virðist hafa verið orðin stjórnlaus. 26. október 2020 19:31
Maður sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot í Hrísey úrskurðaður í gæsluvarðhald Karlmaður á fertugsaldri, búsettur í Hrísey, var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember næstkomandi en hann er sakaður um fjölmörg ofbeldisbrot. 16. október 2020 13:07