Gul viðvörun á Vestfjörðum vegna hvassviðris og snjókomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 07:03 Svona lítur úrkomuspákort Veðurstofunnar út sem gildir núna klukkan níu fyrir hádegi. Veðurstofa Íslands Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum í dag vegna hvassviðris og slyddu eða snjókomu. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að viðvörunin hafi tekið gildi klukkan þrjú í nótt og gildi til klukkan 15 í dag. Spáð er norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu á Vestfjörðum, hvassast á fjallvegum, með snjókomu og skafrenningi. Varað er við takmörkuðu skyggni, erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum og því að færð gæti spillst. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði nokkuð stíf norðlæg átt vestast á landinu en víðast hvar annars staðar á landinu fremur hæg austlæg eða breytileg átt. „Rigning með köflum austanlands framan af degi en norðantil seinnipartinn og í kvöld. Skúrir á Vesturlandi en þurrt að kalla syðst. Norðlægar áttir verða ráðandi um helgina með éljum um norðanvert landið og að bjart að mestu syðra, en þykknar upp með skúrum síðdegis á sunnudag,“ segir í hugleiðingunum. Veðurhorfur á landinu: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en norðan 13-20 vestast og slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Yfirleitt þurrt sunnanlands. Norðan 8-15 í kvöld, með slydduéljum eða éljum um norðanvert landið en léttir til syðra. Norðlæg eða breytileg átt, 8-15 á morgun, él norðantil en bjart með köflum um sunnanvert landið. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað að mestu og þurrt, en dálítli él með norðurströndinnni. Hiti 0 til 4 stig og vægt frost inn til landsins. Á sunnudag: Norðaustan 5-13 m/s, en 10-15 á norðvestantil. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu en rigning með suðurströndinni, annars úrkomulítið. Hiti um og undir frostmarki. Á mánudag: Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 10-15 m/s. Víða rigning um sunnanvert landið og hiti um eða yfir frostmarki, en snjókoma með köflum norðantil og frost 0 til 4 stig. Á þriðjudag: Norðanátt og víða snjókoma, en bjart með köflum sunnantil á landinu. Frost 0 til 5 stig. Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum í dag vegna hvassviðris og slyddu eða snjókomu. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að viðvörunin hafi tekið gildi klukkan þrjú í nótt og gildi til klukkan 15 í dag. Spáð er norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu á Vestfjörðum, hvassast á fjallvegum, með snjókomu og skafrenningi. Varað er við takmörkuðu skyggni, erfiðum akstursskilyrðum á fjallvegum og því að færð gæti spillst. Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði nokkuð stíf norðlæg átt vestast á landinu en víðast hvar annars staðar á landinu fremur hæg austlæg eða breytileg átt. „Rigning með köflum austanlands framan af degi en norðantil seinnipartinn og í kvöld. Skúrir á Vesturlandi en þurrt að kalla syðst. Norðlægar áttir verða ráðandi um helgina með éljum um norðanvert landið og að bjart að mestu syðra, en þykknar upp með skúrum síðdegis á sunnudag,“ segir í hugleiðingunum. Veðurhorfur á landinu: Austlæg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en norðan 13-20 vestast og slydda eða snjókoma á Vestfjörðum. Yfirleitt þurrt sunnanlands. Norðan 8-15 í kvöld, með slydduéljum eða éljum um norðanvert landið en léttir til syðra. Norðlæg eða breytileg átt, 8-15 á morgun, él norðantil en bjart með köflum um sunnanvert landið. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Norðlæg átt, 5-13 m/s. Skýjað að mestu og þurrt, en dálítli él með norðurströndinnni. Hiti 0 til 4 stig og vægt frost inn til landsins. Á sunnudag: Norðaustan 5-13 m/s, en 10-15 á norðvestantil. Dálítil snjókoma á norðanverðu landinu en rigning með suðurströndinni, annars úrkomulítið. Hiti um og undir frostmarki. Á mánudag: Austan- og norðaustanátt, yfirleitt 10-15 m/s. Víða rigning um sunnanvert landið og hiti um eða yfir frostmarki, en snjókoma með köflum norðantil og frost 0 til 4 stig. Á þriðjudag: Norðanátt og víða snjókoma, en bjart með köflum sunnantil á landinu. Frost 0 til 5 stig.
Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Sjá meira