Felldu alræmdan vígamann í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 11:19 Franskur hermaður horfir út úr þyrlu sinni á flugi yfir Malí. AP/Christophe Petit Tesson Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí. Malí Frakkland Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí.
Malí Frakkland Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira