Skiptir þverun Grunnafjarðar máli? Guðjón S. Brjánsson skrifar 15. nóvember 2020 13:27 Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Akranes Borgarbyggð Samgöngur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Fyrr á árinu lagði ég fram fyrirspurn í nokkrum liðum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á Alþingi um þverun Grunnafjarðar og hvaða möguleikar standi þar til boða. Í svari ráðherra kom fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall hafi ekkert verið skoðuð á vegum Vegagerðarinnar síðasta áratug en nú stæði til að skoða málin í ljósi tvöföldunar á Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem eru á samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. Aukið umferðaröryggi og færri gatnamót Fram kemur í svari ráðherra, að mat Vegagerðarinnar sé að miklar líkur séu á að veglína um mynni Grunnafjarðar sé þjóðhagslega hagkvæm, sérstaklega vegna styttingar milli Akraness og Borgarness. Enn fremur eru miklar líkur á að umferðaröryggi verði meira á nýrri leið heldur en á breikkuðum núverandi vegi. Það er bæði vegna hagstæðari legu, áhrifa á umferðaröryggi og færri tenginga. Sem dæmi yrðu um þrjátíu vegslóðar og varasöm gatnamót á leiðinni upp í Borgarnes úr sögunni. Grunnafjarðarleiðin getur þannig stytt hringveginn mest um einn kílómetra. Stytting milli stóru þéttbýlisstaðanna Akraness og Borgarness er hins vegar um sjö kílómetrar. Í greinargerð VSÓ-ráðgjafar frá árinu 2009 er auk þess sett fram sú niðurstaða veðurfræðings að veðurfar á nýju vegstæði muni að öllum líkindum stuðla að auknu öryggi. Það er helst vegna þess að þau tilfelli þar sem saman fara ofsaveður og hálka verða færri. Lauslega áætlaður kostnaður við þverun Grunnafjarðar og færslu hringvegarins vestur fyrir Akrafjall er metinn á 9.000 millj. kr. Kostnaður við breikkun vegarins í núverandi vegstæði hefur hins vegar verið metinn á 8.000 millj. kr. Horft til framtíðar Í fyrirspurninni kemur skýrt fram að þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er framkvæmd sem er bæði möguleg og hefur ákveðna kosti. Akranes hefði betri möguleika á auknum viðskiptum ef þjóðvegurinn færi skammt hjá sveitarfélaginu, bæði ferðamenn og aðra gesti sem verslun og fyrirtæki nytu góðs af. Á móti er klárt mál að skoða þarf þessar hugsanlegu framkvæmdir með tilliti til umhverfissjónarmiða og náttúruverndar og fram þarf að fara heildstætt umhverfismat. Ekki má slá af kröfum hvað það varðar en niðurstöður Vegagerðarinnar benda til að þær megi uppfylla með mjög ásættanlegum hætti. Þetta yrðu umfangsmiklar framkvæmdir sem þarf að vinna mjög vel að. Tökum umræðuna Þessari grein er ætlað að opna á mikilvægu umræðu og hvetja fólk til þess að ræða um þetta álitamál og meta fjölþætta hagsmuni. Öll umræða er af hinu góða og til þess fallin að virkja fólk til þátttöku um hagsmunamál í sínu nærumhverfi. Umfangsmiklar framkvæmdir eru þegar á teikniborði Vegagerðarinnar á þeirri samgönguleið sem um ræðir. Því er það einmitt tímabært nú að fjalla um þessa valkosti sem falla raunar mjög vel að stefnu stjórnvalda um stækkun og eflingu sveitastjórnarstigsins sem líka er mikið hagsmunamál íbúanna á svæðinu. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun