Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 11:31 Falcon 9-eldflaugin þegar hún hóf sig á loft með Dragon-ferjuna og fjóra geimfara innanborðs í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum. SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum.
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07