Hafið tók KR Bjarni Bjarnason skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Undanúrslitaleikur Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í gærkvöldi. Það voru stórveldi KR og lið Hafsins sem tókust á um sæti í úrslitunum. Lokaviðureign dagsins var stórveldið KR gegn reynsluboltunum í Hafinu sem marga fjöruna hafa sopið. Áttu bæði lið hörku leiki þar sem barist var um hverja einustu lotu. Eftir að hafa tekið forustuna með sigri í kortinu völdu af KR var Hafið í sterkri stöðu. KR-ingar virtust ætla að hafa seinna kortið en Hafið klóraði sig aftur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og bar sigur úr bítum að lokum. 2 – 0 sigur Hafsins tryggði þeim sæti í úrslitum gegn erkiféndum sínum Dusty. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Inferno, fyrsta kort, val KR Hafið hóf leikinn í sókn og setti tóninn með skarpri töku á sprengjusvæði A. Í fyrstu lotunum var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) duglegur að skapa tækifæri fyrir sína menn sem KR-ingunum gekk þó illa að nýta sér. En full vopnaðir náðu KR-ingar tökum á leiknum, með þéttum og þaulæfðum varnarleik beisluðu þeir Hafið. Hafið barði hressilega á vörn KR-inga næstu loturnar. Og líkt og náttúruaflið sem þeir nefna sig eftir gáfu þeir ekkert eftir. Eftir dýrar lotur fyrir KR-ingana braust Hafið loks í gegn, b0ndi (Páll Sindri Einarsson) þar fremstur í flokki. Pressan sem fylgdi eftir braut efnahaginn hjá KR og stóðu þeir þá á höltrum fæti gegn sóknum Hafsins. Staðan í hálfleik KR 7 – 8 Hafið Hafið komnir í vörn(counter-terrorist) áttu djarfan leik í upphafslotu síðari hálfleiks er þeir pressuðu niður miðjuna í von um að slá bitið úr sókn KR-inganna. En Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var ekki á því að láta þá komast upp með slíka hegðun er þeir hlupu upp í ginið á honum. Með þrem snyrtilegum fellum kom hann KR í yfirtölu sem þeir nýttu vel. Sannfærandi sóknarleikur KR virtist ætla að færa þeim sigurinn. En Hafliðarnir voru ekki dauðir úr öllum æðum enn. Líkt og þeim einum er lagið settu þeir í næsta gír og öllu var tjaldað til. Með vel tímasettri pressu tóku þeir sókn KR í sundur. Nýttu útbúnað vel til að hægja á hröðum sóknum og þau skipti sem KR kom sprengjunni niður unnu þeir loturnar með vel spiluðum yfirtökum. Var þetta góður leikur hjá báðum liðum. En glæsilegt samspil hjá Hafinu sem gerði þeim kleift að rugla taktinn á KR-ingunum varð til þess að þeir stálu kortinu af KR. Lokastaðan KR 12 – 16 Hafið Overpass, annað kort, val Hafsins KR-ingar byrjuðu kortið í sókn(terrorist) og með glæsilegri fléttu tóku þeir fyrstu lotuna. Með fátækleg kaup í næstu lotu átti peter (Pétur Örn Helgason) frábæra fléttu. Hann stal vopni af KR sem hann notaði svo til að færa sínum mönnum sigur í lotunni á silfur fati. Var þetta gott dæmi um hlutskipti hans í leiknum. En lotu eftir lotu sóttu KR-ingarnir á sprengju svæði A en voru þar ítrekað yfirspilaðir af peter (Pétur Örn Helgason) með stuðningi frá b0ndi (Páll Sindri Einarsson). Það var ekki fyrr en KR-ingarnir beindu sjónum sínum að sprengjusvæði B sem að þeir fóru að vinna lotur. Sem þó voru flestar þeim dýrkeyptar. En með góðum fléttum og nýtingu á þeim tækifærum sem þeim gáfust kláruðu þeir leikhlutann á viðunnandi máta. Staðan í hálfleik KR 6 – 9 Hafið Mulningsvélin var farin að hitna hjá KR-ingum en öll skot rötuðu í kollana á Hafinu í upphafslotunni. KR-ingurinn ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) skein í varnarleik(counter-terrorist) KR-inga. Með góðum staðsetningum, frábærum tímasetningum og sóðalegum skotum spilaði hann stórt hlutverk í að halda aftur af Hafinu. KR var komið yfir og leit leikurinn vel út fyrir þá. En aftur kafaði Hafið djúpt. Hvort sem þeir fundu kraftinn innra með sér eða í leikfléttubókinni þá efldust þeir. Með einkaréttarvarinni tech-9 leiftursókn straujuðu þeir yfir fullbúna KR-ingana. Með nýfundinn veikleika á varnarleiknum í farteskinu héldu Hafsmenn áfram hröðum sóknarleiknum. Bæði liðin spiluðu frábærlega og skiptust á lotum fram á þá síðustu. En í erfiðum lotum þar sem bæði lið hafa lítið á milli handanna og búið er að þaulreyna allar leikfléttur. Þá erum við komin á svæði þar sem að Hafið skarar fram úr. Lokastaðan KR 14 – 16 Hafið Með sigri tryggði Hafið sér sæti í úrslitum stórmeistaramótsins. Þar munu þeir mæta erkiféndum sínum leikmönnum Dusty. En þessir hópar hafa lengi att kappi og eiga ófáa úrslitaleikina að baki. Leikurinn verður spilaður sunnudaginn 29. nóvember kl 20:00. KR Vodafone-deildin Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn
Undanúrslitaleikur Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í gærkvöldi. Það voru stórveldi KR og lið Hafsins sem tókust á um sæti í úrslitunum. Lokaviðureign dagsins var stórveldið KR gegn reynsluboltunum í Hafinu sem marga fjöruna hafa sopið. Áttu bæði lið hörku leiki þar sem barist var um hverja einustu lotu. Eftir að hafa tekið forustuna með sigri í kortinu völdu af KR var Hafið í sterkri stöðu. KR-ingar virtust ætla að hafa seinna kortið en Hafið klóraði sig aftur inn í leikinn er leið á seinni hálfleik og bar sigur úr bítum að lokum. 2 – 0 sigur Hafsins tryggði þeim sæti í úrslitum gegn erkiféndum sínum Dusty. Fyrirkomulag viðureignarinnar er „best of three“ þar sem hvort lið fær að velja eitt kort og það þriðja valið af handahófi. Síðan er spilað þar til annað liðið hefur unnið tvö kort. Inferno, fyrsta kort, val KR Hafið hóf leikinn í sókn og setti tóninn með skarpri töku á sprengjusvæði A. Í fyrstu lotunum var Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) duglegur að skapa tækifæri fyrir sína menn sem KR-ingunum gekk þó illa að nýta sér. En full vopnaðir náðu KR-ingar tökum á leiknum, með þéttum og þaulæfðum varnarleik beisluðu þeir Hafið. Hafið barði hressilega á vörn KR-inga næstu loturnar. Og líkt og náttúruaflið sem þeir nefna sig eftir gáfu þeir ekkert eftir. Eftir dýrar lotur fyrir KR-ingana braust Hafið loks í gegn, b0ndi (Páll Sindri Einarsson) þar fremstur í flokki. Pressan sem fylgdi eftir braut efnahaginn hjá KR og stóðu þeir þá á höltrum fæti gegn sóknum Hafsins. Staðan í hálfleik KR 7 – 8 Hafið Hafið komnir í vörn(counter-terrorist) áttu djarfan leik í upphafslotu síðari hálfleiks er þeir pressuðu niður miðjuna í von um að slá bitið úr sókn KR-inganna. En Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var ekki á því að láta þá komast upp með slíka hegðun er þeir hlupu upp í ginið á honum. Með þrem snyrtilegum fellum kom hann KR í yfirtölu sem þeir nýttu vel. Sannfærandi sóknarleikur KR virtist ætla að færa þeim sigurinn. En Hafliðarnir voru ekki dauðir úr öllum æðum enn. Líkt og þeim einum er lagið settu þeir í næsta gír og öllu var tjaldað til. Með vel tímasettri pressu tóku þeir sókn KR í sundur. Nýttu útbúnað vel til að hægja á hröðum sóknum og þau skipti sem KR kom sprengjunni niður unnu þeir loturnar með vel spiluðum yfirtökum. Var þetta góður leikur hjá báðum liðum. En glæsilegt samspil hjá Hafinu sem gerði þeim kleift að rugla taktinn á KR-ingunum varð til þess að þeir stálu kortinu af KR. Lokastaðan KR 12 – 16 Hafið Overpass, annað kort, val Hafsins KR-ingar byrjuðu kortið í sókn(terrorist) og með glæsilegri fléttu tóku þeir fyrstu lotuna. Með fátækleg kaup í næstu lotu átti peter (Pétur Örn Helgason) frábæra fléttu. Hann stal vopni af KR sem hann notaði svo til að færa sínum mönnum sigur í lotunni á silfur fati. Var þetta gott dæmi um hlutskipti hans í leiknum. En lotu eftir lotu sóttu KR-ingarnir á sprengju svæði A en voru þar ítrekað yfirspilaðir af peter (Pétur Örn Helgason) með stuðningi frá b0ndi (Páll Sindri Einarsson). Það var ekki fyrr en KR-ingarnir beindu sjónum sínum að sprengjusvæði B sem að þeir fóru að vinna lotur. Sem þó voru flestar þeim dýrkeyptar. En með góðum fléttum og nýtingu á þeim tækifærum sem þeim gáfust kláruðu þeir leikhlutann á viðunnandi máta. Staðan í hálfleik KR 6 – 9 Hafið Mulningsvélin var farin að hitna hjá KR-ingum en öll skot rötuðu í kollana á Hafinu í upphafslotunni. KR-ingurinn ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) skein í varnarleik(counter-terrorist) KR-inga. Með góðum staðsetningum, frábærum tímasetningum og sóðalegum skotum spilaði hann stórt hlutverk í að halda aftur af Hafinu. KR var komið yfir og leit leikurinn vel út fyrir þá. En aftur kafaði Hafið djúpt. Hvort sem þeir fundu kraftinn innra með sér eða í leikfléttubókinni þá efldust þeir. Með einkaréttarvarinni tech-9 leiftursókn straujuðu þeir yfir fullbúna KR-ingana. Með nýfundinn veikleika á varnarleiknum í farteskinu héldu Hafsmenn áfram hröðum sóknarleiknum. Bæði liðin spiluðu frábærlega og skiptust á lotum fram á þá síðustu. En í erfiðum lotum þar sem bæði lið hafa lítið á milli handanna og búið er að þaulreyna allar leikfléttur. Þá erum við komin á svæði þar sem að Hafið skarar fram úr. Lokastaðan KR 14 – 16 Hafið Með sigri tryggði Hafið sér sæti í úrslitum stórmeistaramótsins. Þar munu þeir mæta erkiféndum sínum leikmönnum Dusty. En þessir hópar hafa lengi att kappi og eiga ófáa úrslitaleikina að baki. Leikurinn verður spilaður sunnudaginn 29. nóvember kl 20:00.
KR Vodafone-deildin Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn