Til skoðunar að stofna rannsóknarnefnd um vistheimili síðustu áttatíu ára Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:01 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og formaður velferðarnefndar. visir/Vilhelm Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala. Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Velferðarnefnd skoðar að leggja fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar sem yrði falið að rannsaka aðbúnað fólks á vistheimilum síðustu áttatíu árin. Nefndarformaður segir mikilvægt fyrir samfélagið að opna þessi mál. Eftir að fréttir bárust af aðbúnaði fólks í Arnarholti hafa samtökin Þroskahjálp og Geðhjálp skorað á stjórnvöld að gera víðtæka úttekt á vistheimilum. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns velferðarnefndar, er nefndin með þetta til skoðunar og á morgun verður rætt hvort leggja eigi fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar. „Nefndin er með til skoðunar hvort fara eigi að í sambærilega rannsókn og varðandi vistheimilin. Þá var rannsóknin einskorðuð við börn sem voru vistuð á heimlum en þessi rannsókn myndi einnig lúta að börnum og fullorðnum einstaklingum sem hafa verið vistuð á opinberum og einkareknum heimilum í gegnum tíðina,“ segir Helga Vala. Frá Arnarholti á Kjalarnesi.Vísir/Vilhelm Í áskorun til nefndarinnar er lagt til að rannsóknin nái til aðbúnaðar fólks með þroskaskerðingu eða geðræn veikindi síðustu áttatíu árin. Helga Vala segir að djúp umræða um málið eigi eftir að fara fram innan nefndarinnar en telur þó að vilji sé fyrir málinu. „Miðað við þær sögur sem okkur berast í kjölfarið á fréttum um það sem gerðist í Arnarholti þá held ég að það sé full ástæða til að fara í svona rannsókn. Pósthólfin okkar eru að fyllast af sögum, bæði frá einstaklingunum sjálfum og aðstendendum.“ Henni er ekki kunnugt um hversu mörg heimili myndu falla þarna undir. „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt fyrir samfélagið allt að við opnum á þetta. Ef það finnst ekkert misjafnt er það auðvitað mjög jákvætt, en ég óttast að svo sé ekki.“ „Það er vont að við séum að fá skýrslur sem sýna hvernig þetta var fyrir 50 árum á meðan við erum kannski minna að horfa nær okkur í tíma. Ég held að það sé mikilvægt að við skoðum líka hvað hefur verið að gerast í nútímanum,“ segir Helga Vala.
Félagsmál Alþingi Vistheimili Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira