Þrír Íslandsvinir mæta með liði Glasgow City á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 15:01 Mairead Fulton (númer 7) óskar hér Valskonum til hamingju með Íslandsmeistaratiilinn í fyrra ásamt þáverandi liðsfélögum hennar í Keflavík. Vísir/Daníel Þór Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Valskonur geta tryggt sér sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun þegar skosku meistararnir í Glasgow City koma í heimsókn á Hlíðarenda. Glasgow City varð skoskur meistari þrettánda árið í röð í fyrra og komst síðan alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er því ljóst að um krefjandi verkefni er að ræða. Í liði Glasgow City eru þrjár knattspyrnukonur sem kannast vel við sig á Íslandi en það eru þær Zaneta Wyne, Lauren Wade og Mairead Fulton. Wade og Fulton spiluðu með íslenskum liðum sumarið 2019 en Wyne varð Íslandsmeistari með Þór/KA árið 2017. Wyne lék einnig með Þór/KA sumarið 2016 og með Víkingi Ólafsvík í næstefstu deild sumarið 2014. Lauren Wade spilaði með Þrótti í B-deildinni sumarið 2019 og mörk hennar tuttugu áttu mikinn þátt í því að Þróttarakonur unnu sér sæti í Pepsi Max deildinni. Mairead Fulton spilaði með Keflavík í Pepsi Max deildinni sumarið 2019 og var með 1 mark og 2 stoðsendingar í 16 deildarleikjum liðsins. Fulton hafði þá spilað með Keflavík í tvö tímabil en hún fór upp með liðinu sumarið 2018. Lauren Wade var í byrjunarliði Glasgow City í fyrstu umferð undankeppninnar en fór af velli á 71. mínútu fyrir einmitt Mairead Fulton. Leikurinn fór alla leið í vítakeppni þar sem Mairead Fulton skoraði úr sínu víti. Mairead Fulton kom líka inn á sem varamaður fyrir Lauren Wade í síðasta deildarleik og skoraði þá mikilvægt þriðja mark liðsins í 3-2 sigri á Hibernian. Hér fyrir neðan má sjá markið hennar um helgina. View this post on Instagram A post shared by Glasgow City FC (@glasgowcityfc) Valskomur slógu út finnsku meistarana í HJK Helsinki með 3-0 sigri á heimavelli en Glasgow City vann 6-5 sigur á írsku meisturunum í Peamount United í vítakeppni. Þegar Glasgow City fór alla leið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra þá sló liðið út rússneska liðið Chertanovo frá Moskvu út í 32 liða úrslitum og lið Bröndby frá Danmörku í 16 liða úrslitunum. Glasgow City tapaði síðan 9-1 á móti Wolfsburg í átta liða úrslitunum sem fóru fram á Spáni. Leikur Vals og Glasgow City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun og hefst útsendingin klukkan 13.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira