Fella niður mál gegn mexíkóskum ráðherra í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 15:47 Teikning af Salvador Cienfuegos í réttarsal í Los Angeles. Hann er nú laus undan ákærum í Bandaríkjunum. AP/Bill Robles Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum. Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fellt niður ákærur á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um stórfellt fíkniefnasmygl og peningaþvætti og ætlar að framselja hann til heimalandsins. Framsalið er með skilyrði um að mexíkósk yfirvöld rannsaki hann og sæki til saka eftir atvikum. Salvador Cienfuegos, fyrrverandi hershöfðingi og varnarmálaráðherra Mexíkó, var handtekinn við komuna til Los Angeles í síðasta mánuði. Hann var meðal annars ákærður fyrir að hafa aðstoðað fíkniefnahringinn H-2 við að smygla þúsundum kílóa af kókaíni, heróíni, metafmetamíni og maríjúana á meðan hann var ráðherra frá 2012 til 2018. Þá voru lögð fram sannanir fyrir því að Cienfuegos hefði beitt áhrifum sínum sem ráðherra til að halda hlífiskildi yfir glæpagenginu og beinst löggæslustofnunum frekar á spor keppinauta þess. Þetta hafi hann gert í skiptum fyrir mútugreiðslur. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ákærurnar hefðu verið felldar niður svo hægt verði að rannsaka Cienfuegos og ákæra ef tilefni þykir til í Mexíkó, að sögn AP-fréttastofunnar. Ákvörðunin væri tekin í ljós „sterks samstarfs“ ríkjanna í löggæslumálum og til að sýna að ríkin væru samstíga gegn glæpum af öllum toga. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra Mexíkó, sagði í dag að ríkisstjórn hans hefði mótmælt því að hafa ekki verið látin vita af því að Cienfuegos væri til rannsóknar í Bandaríkjunum og krafist þess að fá sönnunargögn gegn honum. „Við sjáum þetta ekki sem leið til refsileysis heldur frekar sem virðingarvott við Mexíkó og herafla Mexíkó,“ sagði Ebrard í dag. Cienfuegos (t.v.) var ráðherra í fyrrverandi ríkisstjórn Enrique Peña Nieto (t.h.).AP/Rebecca Blackwell Telur ákvörðunina gjöf Trump til forseta Mexíkó Bandarískur dómari þarf enn að fallast á samkomulag bandarískra og mexíkóskra yfirvalda. Alríkissaksóknari í málinu sagði að það væri í þágu almannahagsmuna í Bandaríkjunum að fella ákærurnar niður. Utanríkishagsmunir vægju þyngra en hagsmunir þess að Cienfuegos yrði sóttur til saka. Þegar Cienfuegos var handtekinn í október vöruðu saksóknarar við því að mikil hætta væri á að hann flýði land og reyndi að notfæra sér sambönd sín við glæpagengið og aðra spillta embættismenn til að koma sér undan saksókn í Bandaríkjunum. Mike Vigil, fyrrverandi yfirmaður alþjóðamála hjá Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir ákvörðun bandarískra yfirvalda ekkert annað en „gjöf“ Donalds Trump til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó. Hún gæti verið fyrsta málið þar sem Trump beitir valdi sínu til að náða menn eða fella niður rannsóknir á lokavikum forsetatíðar sinnar. Bendir Vigil á að López Obrador hafi verið Trump undirgefinn í innflytjendamálum og hafi til þessa dregið að óska Joe Biden, verðandi forseta, til hamingju með kosningasigur sinn. Trump forseti hefur neitað að viðurkenna ósigur. „Líkurnar á að Cienfuegos verði sakfelldur í Mexíkó eru litlar sem engar,“ segir Vigil og vísar til þess að Cienfuegos sé vel tengdur í mexíkóskum stjórnmálum. Ebrard utanríkisráðherra neitaði því að samkomulagið tengdist nokkuð forsetakosningunum í Bandaríkjunum og yfirvofandi stjórnarskiptum í Bandaríkjunum.
Mexíkó Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19 Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Saka mexíkóska ráðherrann um mútuþægni og stórfellt fíkniefnasmygl Bandarískir saksóknarar saka fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó um að hafa aðstoðað við smygl á þúsundum kílóa af fíkniefnum til Bandaríkjanna gegn mútum. 16. október 2020 23:19
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Mexíkó handtekinn í Bandaríkjunum Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) handtók Salvador Cienfuegos á alþjóðaflugvellinum í Los Angeles í gær. 16. október 2020 07:55