Hvað svo? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 20. nóvember 2020 14:00 Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo? Þrátt fyrir góðan árangur á Íslandi í sóttvörnum þá er staðan sú að það sem af er ári hafa 26 Íslendingar látist og þegar þetta er skrifað hafa 5.251 Íslendingar fengið Covid-19 og enn eiga einhverjir, vonandi sem fæstir þó, eftir að bætast í hópinn. Þó við munum vonandi bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á næsta ári þá þurfum við að takast á við afleiðingar faraldursins, sem birtist bæði í einstaklingum sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19 en einnig í auknum fjölda einstaklinga sem býr við langvarandi atvinnuleysi og erfiðleikum tengdum því. Þetta er eitthvað sem er fyrirsjáanlegt og það er eitthvað sem við þurfum að búa heilbrigðiskerfið okkar undir. Breska heilbrigðisþjónustan (NHS) tilkynnti nýverið að settar hafi verið 10 milljónir punda til að koma á fót 40 móttökum í Bretlandi fyrir sjúklinga sem eru að kljást við langtímaáhrif Covid-19. Í þessum móttökum munu starfa ólíkir sérfræðingar á heilbrigðissviði til að styðja við þessa einstaklinga og greina og meðhöndla þessi langtíma einkenni. Samhliða þessu hefur NHS sett á fót vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum sjúklinga, góðgerðarstofnana, rannsakenda og heilbrigðisstarfsfólks. Hlutverk þessa hóps er að aðstoða NHS við að skipuleggja stoðþjónustu við Covid-19 sjúklinga, og búa til upplýsingaefni fyrir almenning og heilbrigðisstarfsfólk til að auka skilning á langtímaáhrifum sjúkdómsins. Miðað við stöðuna hér á Íslandi í dag er ljóst að fleiri hundruð Íslendinga sem hafa fengið Covid-19 gætu þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins. Afleiðingar sem lýsa sér meðal annars í skemmdum á líffærum, síþreytu, heilaþoku, og sársauka. Þannig búa þessir einstaklingar margir við skert lífsgæði og gætu í einhverjum tilfellum endað í örorku en afleiðingarnar virðast vera mjög einstaklingsbundnar og því mikilvægt að fylgjast vel með hverjum og einum. Þetta er fyrirsjáanleg staða og þó við séum enn í miðjum storminum þurfum við að byrja að undirbúa okkur fyrir framhaldið. Það væri best gert með því að halda vel utan um þá einstaklinga sem hafa fengið Covid-19 og búa til skýra ferla fyrir þá sem eru að kljást við langtímaafleiðingar sjúkdómsins. Ef við lítum til þess sem verið er að gera í Bretlandi væri til dæmis hægt að fara þá leið að koma á fót Covid-19 teymi innan hvers heilbrigðisumdæmis þar sem væru til að mynda læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi og sálfræðingur sem gætu metið meðferðarþörf og myndu tryggja að hverjum sjúklingi væri fylgt eftir innan heilbrigðiskerfisins í samræmi við þörf hvers og eins. Eins gætu endurhæfingarstöðvarnar gengt samræmingarhlutverki. Þess fyrir utan er ljóst að við þurfum að efla þau endurhæfingarúrræði sem við eigum, eins og til dæmis á Reykjalundi og Kristnesi og í Hveragerði þannig að þeir einstaklingar sem þurfa á endurhæfingu að halda endi ekki á að þurfa að bíða í lengri tíma eftir að komast í endurhæfingu enda er það mun dýrara fyrir samfélagið þegar uppi er staðið. Þess má geta að ekki er gert ráð fyrir aukningu í endurhæfingu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta er eitthvað sem þarf að gerast núna og skora ég á ríkisstjórnina að koma sem fyrst á fót úrræðum fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem eru að kljást við langtímaafleiðingar Covid-19 og sömuleiðis tryggja þá fjármuni sem þarf til. Við megum ekki bregðast. Höfundur er þingkona Samfylkingarinar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun